Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 54
Tímarit Máls og menningar
koma. Ekki heldur við hagnýtingu orkunnar. Það kann að reynast hagkvaemt i
undantekningardlfellum að reisa hér verksmiðjur í samvinnu við erlend auðfé-
lög, og slíkt verður að sjálfsögðu að meta hverju sinni. Þar verður að meta
efnahagslegan ávinning, félagslega áhættu, pólitískt og menningarlegt sjálf-
stæði. Slika ákvörðun má aldrei taka við þvingandi aðstæður. Þessar þvingandi
aðstæður felast ekki í legu landsins eða þeirri efnahagslegu einhæfni sem við
búum við. Þærgætu hins vegar skapast ef verðbólgan verður óhindruð um skeið
og afrakstur þjóðarbúsins fer allur í verðbólgukostnað. Takist okkur ekki að
halda verðbólgunni innan einhverra viðráðanlegra marka, þá verður vinna okkar
alltaf líkari atvinnubótavinnu, við vinnum og vinnum myrkranna á milli á
versnandi kjörum þrátt fyrir aukinn afla og gott árferði. Verðbólgan er dýr á
fóðrum. Það verður alltaf dýrara að halda henni gangandi og afkoma fyrirtækj-
anna verður sífellt þokukenndari með framhaldandi verðbólgu. Bókfært tap
getur í raun verið uppgripahagnaður. Alveg eins getur afgangur á rekstrar-
reikningi í reynd þýtt bullandi tap, allt eftir því hver lána- og eignastaða
fyrirtækjanna er. Það er því engin furða þótt verkalýðshreyfingin viti ekki hver
sé raunveruleg rekstrarafkoma viðsemjenda sinna. Það veit enginn. Mælitækin
eru ónýt.
I upphafi þessarar greinar var bent á þrjú stig á efnahagslegum þróunarferli
mannkynsins. Baráttuna við náttúruna, að gera hana sér undirgefna, sem frum-
stig,glímuna viðefnið til uppbyggingar og úrvinnslu sem annan áfanga og átökin
viðstofnanir og kerfi sem þriðja stig. Lönd heimsins standa hér mislangt á vegi.
Þriðji heimurinn er svo til allur á frumstigi þróunarinnar, þar sem Vesturlönd
eru mislangt komin inn í það þriðja.
Þróunarmöguleikar þriðja heimsins eru sannarlega ekki glæsilegir. Forsendur
áætlunarbúskapar eru litlar og hætt við að hann endi í uppgjöf ef gengið er út
frá óbreyttri þjóðfélagsgerð. Möguleikar kapítalísks markaðsbúskapar eru einnig
hverfandi, til slíks vantar athafnasama millistétt, þar er lítil eftirspurn og
fjárfestingar þess vegna í smáum stíl. Óheftum umsvifum auðhringa fylgir
félagsleg upplausn ásamt pólitísku afturhaldi.
Aðeins öflug samhjálp ríkja þriðja heimsins ásamt ströngum skilyrðum
gagnvart erlendum auðhringum og ríkisstjórnum þeirra getur þokað þróunar-
löndunum sameiginlega fram á leið. Þó skiptir mestu máli að breyta sjálfri
þjóðfélagsgerðinni, því án þess verður öll utanaðkomandi aðstoð, hvort sem
hún er veitt í eiginhagsmunaskyni eða af öðrum hvötum, að vatni á myllu þcirra
sem stefna að forréttindum fárra og eymd almúgans.
44