Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 64
Kristján Ámason Sérstaða Jóhanns Jónssonar „Mitt í eyðimörk hversdagsleikans opnast manni undraland, — kyrt vatn umkríngt hávöxnum trjám, grátviði, sýpressum, kvöld að útfallandi sumri. Yfir þessu landi glóir skarður máni milli litríkra skýa, einhversstaðar hillir undir myrkblá fjöll í túnglsljósinu, ilmur jurtanna er kryddkendur og þúngur . . . Slík böcklínsk mynd var Jóhann Jónsson í ævi okkar vina hans.“ Með þessum orðum minnist Halldór Laxness fornvinar síns, Jóhanns Jónssonar, í ritgerð, sem hann skrifaði á árunum 1935—1942, og þótt þau séu sprottin af persónulegum kynnum hans við Jóhann, er ekki laust við, að aðrir, sem hafa aðeins kynnzt Jóhanni af því sem hann lét eftir sig, þykist einnig geta gert þau að vissu leyti að sínum. Svo sérstæður er hann meðal skálda síns tíma, og einkum þó kvæði hans Söknuður, að orð eins og þau er hér að ofan eru tilfærð gefa einnig vísbendingu um stöðu hans innan bókmenntanna. Nú verður Jóhann sízt talinn sérstæður meðal samtíðarmanna sinna fyrir þá sök að hafa fengizt við ljóðagerð, því hann er fæddur skömmu fyrir síðustu aldamót, árið 1896, og tilheyrir því allstórri kynslóð skálda, þeirra sem slíta barnsskónum á fyrstu áratugum þessarar aldar og eru að vinna að frumsmíðum sínum i þann mund er heimstyrjöldin fyrri gengur yfir og fullveldi er fagnað á Islandi. Þegar Jóhann kemur vestan frá Snæfellsnesi til menntaskólanáms í Reykjavík árið 1917, virðist svo sem þar hafi vart mátt þverfóta fýrir slíku fólki, og má einkum ætla, að gustur andagiftar hafi leikið um stofur og ganga hins lærða skóla, þegar þar settust í fjórða bekk sextán skáld eitt haustið. En þar hafa að sjálfsögðu verið fleiri kallaðir en útvaldir til lárviðarkórónu góðskálda og þjóðskálda, og eins og gengur urðu örlög þeirra á ýmsan veg. Jóhann fór einnig sinn veg, er hann sigldi til náms í Þýzkalandi árið 1921, en þaðan átti hann ekki afturkvæmt, því hann lézt þar úti árið 1932 eftir langa vanheilsu. Það er óhætt að segja, að þetta tvennt: annars vegar hin langa útivist og hins vegar hin langa vanheilsa hafi öðru fremur sett mark sitt á skáldskap Jóhanns. Það er að vísu síður en svo neitt einsdæmi, að íslenzkt skáld eða andans maður dvelji langdvölum erlendis, og ef betur er að gáð, er álitlegur hluti íslenzks skáldskapar til orðinn á erlendri grund. Þó má einmitt hér benda á sérstöðu Jóhanns, því yfirleitt hefur utanlandsdvöl orðið til að efla þjóðernis- 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.