Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 66
Tímarit Máls og menningar
félagsanda og lífsnautnarstefnu sem einkenndi fyrstu fullveldisárin var sú upp-
lausn, vonleysi og ólga sem fylgdi í kjölfar ósigurs og hruns þýzka ríkisins í
heimstyrjöldinni miklu, og kemur þetta að sjálfsögðu fram i þeim bókmennta-
stefnum sem uppi voru um það leyti. Ber þar einna hæst expressjónismann sem
stefnir að því að draga fram vissa þætti veruleikans og hina huglægu afstöðu til
hans á ýktan og áleitinn hátt. Þótt Jóhann hafi að sjálfsögðu verið snortinn á
einhvern hátt af því sem fram fór í kringum hann, er augljóst að slíkar stefnur
eru í senn fjarri þeim rómantísku.viðhorfum sem hann vex upp við og um leið
þeirri mýkt og fágun sem eru persónuleg einkenni ljóðstíls hans. Ef til vill væri
næst. sanni að segja, að Jóhann hafi á Þýzkalandsárum sínum lent í ein-
hvers konar „einskis manns landi“, þar sem hann hefur þróað eigin stíl í litlum
tengslum við ákveðið umhverfi eða menningarstrauma.
En sá sem dvelur meðal erlendra þjóða verður ekki einungis viðtakandi þess
sem ríkir þá stundina, heldur og þess sem liggur í loftinu frá liðinni tíð, og
auðvitað hefur Jóhann teygað t sig menningu liðins tíma i hinni rótgrónu
menntaborg Leipzig. Og um þetta atriði mætti enn vitna í áðurnefnda grein
Halldórs Laxness: „Hann hafði útsýn um allar bókmentir heimsins, og ég hygg
að þær bækur hafi verið færri, ef þær hafa annars staðist tímans tönn vegna
listgildis síns, sem skotist höfðu með öllu framhjá honum. Alla þessa þekkingu
hafði hann brætt með sér og reist sér á henni athyglisverðar skoðanir í heimspeki
og fagurfræði, og einatt nokkuð sérstæðar, því allur merkilegur skáldskapur sem
hann kyntist var honum persónulegt vandamál og krafðist af honum sjálf-
stæðrar afstöðu og reikningsskila við samvisku hans, ekkert var honum alienum
í heimi listanna.“ Og í sjálfu sér hljóta menn með smekk og yfirsýn á borð við
Jóhann að eiga betur heima meðal stórþjóða, þar sem kröfur eru gerðar, en hér
heima, þar sem kollótt og sjálfsánægð meðalmennska á hægara með að troða sér
fram og verða allsráðandi.
í kvæðum Jóhanns má finna ýmislegt, sem leiðir hugann að dvöl hans í
Þýzkalandi og nánum kynnum hans við bókmenntir þess lands. Benda má á, að
upphafslínur Saknaðar eru mjög áþekkar upphafslínum frægs kvæðis á miðhá-
þýzku, Elegie eftir Walther von der Vogelweide, en þær mundu hljóða svo á
nýrri þýzku:
Oh, weh, wohin sind alle meine Jahre verschwunden?
Habe ich mein Leben getraumt, oder ist es wahr?
Was ich immer glaubte, es sei, war das etwas?
56