Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 76
Tímarit Máls og menningar
síðustu heimsstyrjaldar innrituðust um 1250 íslenskir stúdentar við Hafnarhá-
skóla; fram til 1800 voru þeir aðeins um 500, á 19- öld 435, eða nærri því eins
margir og á undanförnum 250 árum, og loks rúmlega 300 á árunum 1901—45.
Þetta eru engar risatölur, ekki einusinni að tiltölu við fólksfjölda: að meðaltali
tveir stúdentar á ári fyrstu 250 árin og rúmlega fjórir á ári á 19. öldinni. Hæsta
meðaltalan var á árunum 1901—18, eða rúmlega ellefu á ári, en margir þeirra
voru aðeins skamma hríð í Kaupmannahöfn. Þessar tölur segja vitaskuld sína
sögu um þróun íslensk þjóðfélags, þ.e. um getu þjóðarinnar til þess að kosta
börn sín til háskólanáms.
Nokkru ljósi má varpa á aðra hlið þessa máls með því að líta á þjóðfélagslegan
uppruna Hafnarstúdenta. A 17. öld var helmingur þeirra prestasynir og um 30%
synir annarra embættismanna. A 18. öldinni fjölgaði bændasonum í tæplega
40%, en afgangurinn var synir embættismanna. Á 19- öld var aðeins helming-
urinn embættismannasynir, hinir voru synir bænda og kaupstaðabúa, einkum
kaupmanna og handverksmanna, en þeir koma hér fyrst við sögu, enda ekki um
vísi að kaupstaðamyndun að ræða fyrr en á 19. öld. Hlutfallsleg fækkun
bændasona stafar vafalaust einnig af stofnun prestaskólans í Reykjavík 1847, en
margir þeirra leituðu þangað til framhaldsnáms.
Þegar minnst er á prestasyni og bændasyni má ekki gleyma því að íslenskir
prestar voru líka bændur, og margir þeirra raunar fátækari en efnabændur, sem
alltaf voru til að einhverju marki. En jafnvel þeir áttu oft við ramman reip að
draga að standa undir námskostnaði sona sinna í Kaupmannahöfn. Árið 1663
getur Brynjólfur biskup þess í mótmælaskrifi gegn nýjum álögum krúnunnar að
þeir fáu menn í þessu fátæka landi sem einhverjum efnum séu búnir verði að
kosta börn sín í skóla og „utanlands til menningar, skuli ekki allt niður í
barbarisku detta“. Þetta eru athyglisverð orð og það af tveimur ástæðum:
annarsvegar sýna þau að engir nema synir efnamanna áttu kost á háskóla-
menntun, hinsvegar eru þau til marks um skilning biskups á nauðsyn fram-
haldsmenntunar, jafnvel við erfiðustu fjárhagsaðstæður. Brynjólfur biskup
hafði sjálfur lokið meistaraprófi við Hafnarháskóla og var nógu mikill húman-
isti til þess að skilja að nokkur hópur háskólamenntaðra manna var óhjá-
kvæmilegt skilyrði til varnar því að þjóðin skyldi detta niður í barbarisku.
Því fór fjarri að allir íslenskir Hafnarstúdentar sneru aftur tii ættjarðar sinnar.
í fyrsta lagi dóu furðu margir þeirra á námsárunum; þeir hafa vafalaust haft
lítinn viðnámsþrótt gegn smitandi sjúkdómum, og allur aðbúnaður þeirra var
lengi vel í óheilnæmara lagi. Fram til loka 18. aldar dóu rúmlega 16% íslenskra
Hafnarstúdenta í Kaupmannahöfn eða nýkomnir heim. Þetta hlutfall lækkaði
66