Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 76
Tímarit Máls og menningar síðustu heimsstyrjaldar innrituðust um 1250 íslenskir stúdentar við Hafnarhá- skóla; fram til 1800 voru þeir aðeins um 500, á 19- öld 435, eða nærri því eins margir og á undanförnum 250 árum, og loks rúmlega 300 á árunum 1901—45. Þetta eru engar risatölur, ekki einusinni að tiltölu við fólksfjölda: að meðaltali tveir stúdentar á ári fyrstu 250 árin og rúmlega fjórir á ári á 19. öldinni. Hæsta meðaltalan var á árunum 1901—18, eða rúmlega ellefu á ári, en margir þeirra voru aðeins skamma hríð í Kaupmannahöfn. Þessar tölur segja vitaskuld sína sögu um þróun íslensk þjóðfélags, þ.e. um getu þjóðarinnar til þess að kosta börn sín til háskólanáms. Nokkru ljósi má varpa á aðra hlið þessa máls með því að líta á þjóðfélagslegan uppruna Hafnarstúdenta. A 17. öld var helmingur þeirra prestasynir og um 30% synir annarra embættismanna. A 18. öldinni fjölgaði bændasonum í tæplega 40%, en afgangurinn var synir embættismanna. Á 19- öld var aðeins helming- urinn embættismannasynir, hinir voru synir bænda og kaupstaðabúa, einkum kaupmanna og handverksmanna, en þeir koma hér fyrst við sögu, enda ekki um vísi að kaupstaðamyndun að ræða fyrr en á 19. öld. Hlutfallsleg fækkun bændasona stafar vafalaust einnig af stofnun prestaskólans í Reykjavík 1847, en margir þeirra leituðu þangað til framhaldsnáms. Þegar minnst er á prestasyni og bændasyni má ekki gleyma því að íslenskir prestar voru líka bændur, og margir þeirra raunar fátækari en efnabændur, sem alltaf voru til að einhverju marki. En jafnvel þeir áttu oft við ramman reip að draga að standa undir námskostnaði sona sinna í Kaupmannahöfn. Árið 1663 getur Brynjólfur biskup þess í mótmælaskrifi gegn nýjum álögum krúnunnar að þeir fáu menn í þessu fátæka landi sem einhverjum efnum séu búnir verði að kosta börn sín í skóla og „utanlands til menningar, skuli ekki allt niður í barbarisku detta“. Þetta eru athyglisverð orð og það af tveimur ástæðum: annarsvegar sýna þau að engir nema synir efnamanna áttu kost á háskóla- menntun, hinsvegar eru þau til marks um skilning biskups á nauðsyn fram- haldsmenntunar, jafnvel við erfiðustu fjárhagsaðstæður. Brynjólfur biskup hafði sjálfur lokið meistaraprófi við Hafnarháskóla og var nógu mikill húman- isti til þess að skilja að nokkur hópur háskólamenntaðra manna var óhjá- kvæmilegt skilyrði til varnar því að þjóðin skyldi detta niður í barbarisku. Því fór fjarri að allir íslenskir Hafnarstúdentar sneru aftur tii ættjarðar sinnar. í fyrsta lagi dóu furðu margir þeirra á námsárunum; þeir hafa vafalaust haft lítinn viðnámsþrótt gegn smitandi sjúkdómum, og allur aðbúnaður þeirra var lengi vel í óheilnæmara lagi. Fram til loka 18. aldar dóu rúmlega 16% íslenskra Hafnarstúdenta í Kaupmannahöfn eða nýkomnir heim. Þetta hlutfall lækkaði 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.