Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 77
Hafnarháskðli og íslensk menning að vísu verulega eftir 1800, en samt sem áður dóu tæplega 11% allra íslenskra Hafnarstúdenta fram til 1918 í æsku. Enn fleiri settust að i Danmörku og Noregi, margir þeirra urðu danskir embættismenn, og nokkrir fluttust til annarra landa. Nálega fjórðungur allra íslenskra Hafnarstúdenta kom því ekki aftur til íslands. Hinsvegar fór því fjarri að allir þeir sem settust að í Kaup- mannahöfn slitnuðu úr tengslum við íslenska menningu og íslensk vísindi; margir þeirra áttu afdrifaríkan þátt í þeirri þróun sem varð frá lokum 18. aldar fram á þessa öld, eins og síðar verður vikið að. Fátt hefur átt meiri þátt í að gera íslendingum fært að stunda nám i Kaupmannahöfn en forréttindi þeirra til kommúnítetsins (,,klausturs“) sem þeir fengu 23. des. 1579 og sem einnig tóku til ókeypis bústaðar á Garði frá 1623. Þar bjuggu flestir íslenskir Hafnarstúdentar a.m.k. einhvern hluta náms- ára sinna þangað til 1918, þeir síðustu raunar nokkru lengur. Án þessa styrks hefðu margir þeirra engan kost átt á námi við Hafnarháskóla. Þegar islenskum stúdentum fór að fjölga í Kaupmannahöfn á 19. öld höfðu bæði danskir stúdentar og forráðamenn Garðs horn í síðu þessara forréttinda, sem ekki var nein furða, þar sem miklu strangari kröfur voru gerðar til danskra stúdenta ef þeir áttu að fá Garðsvist; þar að auki var ekki trútt um að sumir íslendinganna misnotuðu Garðsdvöl sína með því að blóta fremur önnur goð en þau aka- demísku. Islendingar mega því vera dönskum stjórnvöldum þakklátir að þau skyldu aldrei skerða forréttindi þeirra, enda þótt eftir því væri leitað af forráða- mönnum Garðs. Þó að ýmsir íslenskir Garðbúar lykju ekki embættisprófi í Höfn, kom oftast í ljós að Hafnarárum þeirra hafði ekki verið eytt til einskis. Sé reynt að athuga lítillega hvers konar menntun íslenskir stúdentar fengu við Hafnarháskóla fyrstu aldirnar og hvað úr þeim varð þegar þeir komu heim, ber fyrst að minnast þess að megináherslan var lengi vel á guðfræðikennslu; Hafnarháskóli var höfuðvígi siðskiptanna og rétttrúnaðar mótmælenda, fremsta verkefni hans var að mennta andlegu stéttina. Þetta átti vitaskuld líka við fyrstu kynslóðir íslensku stúdentanna. Fyrsti íslenski Hafnarstúdentinn sem lét verulega til sín taka í menningarmálum Islendinga var Guðbrandur Þorláksson. Hann var við nám í Kaupmannahöfn 1561—64, varð skólameistari í Skálholti, þegar hann kom heim og 1571 biskup á Hólum. Meðal kennara hans i Höfn voru kunnir menn eins og Niels Hemmingsen og Poul Madsen, síðar Sjálandsbiskup, sem var stoð hans og stytta og tryggur vinur árum saman. Með drjúgri bókaútgáfu sinni og röggsamlegri stjórn biskupsdæmisins átti Guð- brandur meiri þátt í að festa siðskiptin í sessi en nokkur annar. Hann lét prenta á íslensku nauðsynlegustu bækur kirkjunnar, biblíuna, sálmabók og grallara, 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.