Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 79
Hafnarháskðli og íslensk menning hann i allstóru riti sem hann sendi frá sér 1597, en það var ekki prentað fyrr en fyrir 30 árum. En i framhaldi af þessu riti samdi hann fyrstu íslandssöguna, Crymogæa, sem kom út á prent 1609, og raunar mörg fleiri rit, sem hér verður ekki rætt um. En það voru danskir sagnfræðingar, menn eins og Niels Krag, Venusin og Huitfeldt sem hvöttu Arngrim til sagnfræðilegra starfa, en einmitt þessi störf urðu næsta afdrifarík i islenskri menningarsögu. Annarsvegar sönn- uðu þau erlendum lesendum að i islenskum fornritum væru varðveittar merki- legar heimildir um sögu Norðurlanda og Islands, og með þvi hófust rannsóknir fræðimanna á fornum ritum Islendinga, en það fræðasvið liafa menn síðan fengist við, ekki aðeins á Norðurlöndum heldur viða um heim. Hinsvegar færði Arngrimur löndum sínum nýtt menningarviðhorf, nýjan skilning á fornrit- unum i anda húmanismans, nýja skoðun á sögu Islands, sem raunar mátti heita einráð næstu aldirnar. Hugmyndir húmanismans voru að visu ekki ókunnar háskólagengnum Islendingum, en það kom i hlut Arngrims að koma þeim á framfæri meðal annarra Islendinga. Fyrstu Danirnir sem notfærðu sér efnivið Arngrims að einhverju marki voru þeir Ole Worm og St. J. Stephanius, en þeir voru brautryðjendur i þeim fjölmenna hópi danskra fræðimanna sem hafa starfað með Islendingum á þessu sviði, og þeir lögðu fram fyrsta skerfinn til þess að kynna íslenskar fornbók- menntir fyrir fjölmennari lcsandahóp. Kunnátta þeirra i islenskri tungu stóð þó aldrei jafnfætis áhuga þeirra, svo að þeir urðu að leita til Islendinga um aðstoð og þýðingar. Ole Worm varð snemma sérstakur hollvinur Islendinga, sem m.a. má sjá á því að hann varprceceptorprivatus (einkakennari) 19 íslenskra stúdenta á prófessorsárum sínum; við flesta þeirra átti hann bréfaskipti eftir að þeir sneru aftur til Islands, auk margra annarra, m.a. við Arngrim lærða og Brynjólf biskup. Ole Worm var einneginn fyrsti danski fræðimaðurinn sem leitaði vitneskju um íslensk náttúrufyrirbæri hjá bréfavinum sínum og hvatti nokkra af íslenskum stúdentum sínum til þess að leggja stund á náttúrufræði og læknis- fræði. Afdrifaríkara var þó að Ole Worm og Stephanius urðu fyrstir til að afla sér islenskra handríta frá Islandi; þau tiltölulega fáu islensk handrit sem áður höfðu borist til Danmerkur höfðu komið frá Noregi. En með þessum tveimur mönnum hófst sú söfnun islenskra handrita í Danmörku og síðar í Svíþjóð sem náði hámarki í óþreytandi og altæku söfnunarstarfi Árna Magnússonar. Þær rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum sem Arngrimur lærði var upphafsmaður að vegna beinna tilmæla danskra húmanista héldu áfram á næstu öldum, og miðdepill þeirra var Hafnarháskóli. Grundvöll þeirra lagði Árni Magnússon með því að arfleiða háskólann að handritasafni sínu og fjármunum, 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.