Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 82
Tímarit Máls og menningar
háskólamanna í Kaupmannahöfn, sem héldu uppi margvíslegri fræöslustarf-
semi. Margir þeirra voru tengdir Arnastofnun eða unnu að útgáfustörfum utan
hennar, aðrir voru danskir embættismenn. Árið 1779 stofnuðu þeir Hið íslenska
lærdómslistafélag, sem átti að veita íslendingum almenna fræðslu og hagnýtar
leiðbeiningar. Félagið starfaði í nær tvo áratugi og gaf út ársrit sem varð 15
bindi, en í því birtist ekki aðeins fjöldi greina um hagnýt efni heldur og ýmsar
nýjungar á sviði bókmennta. Flestir þeir sem i ritið skrifuðu höfðu stundað nám
við Hafnarháskóla, og þetta var í fyrsta sinn sem íslenskir háskólamenn höfðu
samtök um að snúa sér beint til landa sinna. Afdrifaríkast var ef til vill að þeir
gerðu það á íslensku og settu sér það mark að skrifa um margvíslegar nýjar
hugmyndir og ný hugtök á máli sem væri eins hreint og laust við tökuorð og
nokkur kostur væri á. Forustumenn félagsins settu með þessu fram stefnuskrá
um hreinleika tungunnar, sem raunar reyndist erfið í framkvæmd, þar sem mörg
nýyrði þeirra áttu sér skamma ævi, en grundvallarhugmyndin var lífseigari og
var vakin upp aftur með betri árangri á 19. öldinni. Sama er að segja um
fræðslustarfsemi félagsins í menningarmálum; henni var haldið áfram af meiri
dugnaði af íslenskum háskólamönnum í Höfn, en við hana bættist smám saman
sú stjórnmálastarfsemi sem hófst þar og bar drýgstan ávöxt í sjálfstæðisbaráttu
Islendinga undir forustu Jóns Sigurðssonar.
Enda þótt Lærdómslistafélaginu yrði ekki langra lífdaga auðið hafði það bent
á færa leið, og ekki leið á löngu áður en nýir menn reyndu að feta í sömu slóð.
Þegar á fyrstu árum 19. aldar fengu þeir duglegan og framtakssaman bandamann
þar sem Rasmus Rask var. Á æskuárum hreifst hann af íslenskri tungu og
bókmenntum, og á stúdentsárum sínum kynntist hann fljótlega íslenskum
stúdentum og varð vinur sumra þeirra alla ævi. Afskipti hans af íslensku urðu
upphafið að brautryðjandastarfi hans í málvísindum, en áhrif hans á íslensk
fræði og menningarlíf voru ekki bundin við það svið eitt. Áhugi hans beindist
ekki aðeins að fornbókmenntum íslendinga heldur engu síður að síðari ritum
þeirra og lifandi tungu samtímans. Til þess má rekja að hann varð frumkvöðull
að stofnun tveggja útgáfufélaga, Hins íslenska bókmenntafélags og Fornfræða-
félagsins, sem stofnuð voru 1816 og 1825. Hið fyrrnefnda átti að taka að sér
bókmenntir síðari alda, hið síðarnefnda fornritin. Bókmenntafélagið var stofnað
í tveimur deildum, í Kaupmannahöfn og í Reykjavík, en Hafnardeildin var
lengi vel stórum mun framtakssamari. Fornfræðafélaginu stjórnaði C.C. Rafn
lengi af miklum dugnaði og útsjónarsemi, en íslenskir stúdentar og aðrir
háskólamenn í Höfn unnu mest að sjálfum útgáfustörfunum; Rask átti þar þó
72