Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar háskólamanna í Kaupmannahöfn, sem héldu uppi margvíslegri fræöslustarf- semi. Margir þeirra voru tengdir Arnastofnun eða unnu að útgáfustörfum utan hennar, aðrir voru danskir embættismenn. Árið 1779 stofnuðu þeir Hið íslenska lærdómslistafélag, sem átti að veita íslendingum almenna fræðslu og hagnýtar leiðbeiningar. Félagið starfaði í nær tvo áratugi og gaf út ársrit sem varð 15 bindi, en í því birtist ekki aðeins fjöldi greina um hagnýt efni heldur og ýmsar nýjungar á sviði bókmennta. Flestir þeir sem i ritið skrifuðu höfðu stundað nám við Hafnarháskóla, og þetta var í fyrsta sinn sem íslenskir háskólamenn höfðu samtök um að snúa sér beint til landa sinna. Afdrifaríkast var ef til vill að þeir gerðu það á íslensku og settu sér það mark að skrifa um margvíslegar nýjar hugmyndir og ný hugtök á máli sem væri eins hreint og laust við tökuorð og nokkur kostur væri á. Forustumenn félagsins settu með þessu fram stefnuskrá um hreinleika tungunnar, sem raunar reyndist erfið í framkvæmd, þar sem mörg nýyrði þeirra áttu sér skamma ævi, en grundvallarhugmyndin var lífseigari og var vakin upp aftur með betri árangri á 19. öldinni. Sama er að segja um fræðslustarfsemi félagsins í menningarmálum; henni var haldið áfram af meiri dugnaði af íslenskum háskólamönnum í Höfn, en við hana bættist smám saman sú stjórnmálastarfsemi sem hófst þar og bar drýgstan ávöxt í sjálfstæðisbaráttu Islendinga undir forustu Jóns Sigurðssonar. Enda þótt Lærdómslistafélaginu yrði ekki langra lífdaga auðið hafði það bent á færa leið, og ekki leið á löngu áður en nýir menn reyndu að feta í sömu slóð. Þegar á fyrstu árum 19. aldar fengu þeir duglegan og framtakssaman bandamann þar sem Rasmus Rask var. Á æskuárum hreifst hann af íslenskri tungu og bókmenntum, og á stúdentsárum sínum kynntist hann fljótlega íslenskum stúdentum og varð vinur sumra þeirra alla ævi. Afskipti hans af íslensku urðu upphafið að brautryðjandastarfi hans í málvísindum, en áhrif hans á íslensk fræði og menningarlíf voru ekki bundin við það svið eitt. Áhugi hans beindist ekki aðeins að fornbókmenntum íslendinga heldur engu síður að síðari ritum þeirra og lifandi tungu samtímans. Til þess má rekja að hann varð frumkvöðull að stofnun tveggja útgáfufélaga, Hins íslenska bókmenntafélags og Fornfræða- félagsins, sem stofnuð voru 1816 og 1825. Hið fyrrnefnda átti að taka að sér bókmenntir síðari alda, hið síðarnefnda fornritin. Bókmenntafélagið var stofnað í tveimur deildum, í Kaupmannahöfn og í Reykjavík, en Hafnardeildin var lengi vel stórum mun framtakssamari. Fornfræðafélaginu stjórnaði C.C. Rafn lengi af miklum dugnaði og útsjónarsemi, en íslenskir stúdentar og aðrir háskólamenn í Höfn unnu mest að sjálfum útgáfustörfunum; Rask átti þar þó 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.