Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 85
Hafnarháskóli og íslensk menning Gíslason og Guðbrand Vigfússon. Þeir voru allir nátengdir Arnasafni, og margir aðrir íslendingar störfuðu að útgáfum og orðabókargerð sem fór fram i tengslum við safnið. Með því fengu þeir reynslu og skólun í norrænum fræðum, þó að háskólanám þeirra væri klassísk fílólógía. Einmitt á árunum upp úr 1840 má segja að norrænni filólógíu í nútíma skilningi hafi verið komið á laggirnar; íslenskir fræðimenn voru þar brautryðjendur, og tengsl þeirra við Hafnarhá- skóla eru augljós, þótt ekki væri af öðru en óslitinni röð íslenskra háskóla- kennara í þessari grein í meira en hálfa aðra öld, allt frá Finni Magnússyni til Jóns Helgasonar. A síðari helmingi 19. aldar fóru fyrstu íslensku stúdentarnir að leggja stund á nýju málin. Flestir þeirra urðu síðar kennarar við latínuskólann í Reykjavík, en þar höfðu klassísku málin áður verið allsráðandi að heita mátti. Nýjar stefnur í málvísindum og málakennslu sem festust í sessi við Hafnarháskóla undir lok aldarinnar breiddust þannig smám saman til Islands; þær áttu sinn þátt i að koma á breytingunni úr latinuskóla i menntaskóla 1904, en sá menntaskóli var nánast hliðstæður nýmáladeild danskra menntaskóla. Þessi breyting á ótvírætt rætur sínar að rekja til Hafnarháskóla, og að hægt var að koma henni i framkvæmd var ekki síst því að þakka að ungir menn með samtimalegri háskólamenntun voru komnir að skólanum. Hér á undan var drepið á rómantík Fjölnismanna. En elsta dæmið um áhuga islensks stúdents á samtímabókmenntum við sjálfan háskólann var verðlauna- ritgerð Gríms Thomsens um nýjan skáldskap Frakka og meistaraprófsritgerð hans um Byron 1845. En hann var þar einn á báti; næsta doktorsrit Islendings um erlendar samtímabókmenntir birtist ekki fyrr en 1891. Ágúst H. Bjarnason og Guðmundur Finnbogason urðu fyrstir íslendinga til þess að ljúka meistaraprófi i heimspeki árið 1901; báðir urðu þeir siðar doktorar við Hafnarháskóla og fyrstu prófessorar í grein sinni við Háskóla Islands. Undir lok 19. aldar byrjuðu fyrstu Islendingarnir að leggja stund á sagnfræði við Hafnarháskóla; tveir þeirra urðu einnig prófessorar í Reykjavík. Lítum nú til náttúruvísindanna. Þess varð langt að bíða að rannsóknum Eggerts Olafssonar yrði haldið áfram með sama árangri. Niðurstöður rannsókna Sveins Pálssonar undir lok 18. aldar voru ekki birtar og komu að litlum notum lengi vel. Sama mátti segja um rannsóknir Jónasar Hallgrímssonar. Hann lagði stund á náttúrufræði við Hafnarháskóla og ferðaðist um ísland í nokkur ár bæði einn og með Japetus Steenstrup, en honum entist ekki aldur til að vinna úr rannsóknum sínum. Björn Gunnlaugsson vann aftur á móti það afrek með mælingum sínum að ganga frá íslandskorti sem tók öllum eldri kortum fram að 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.