Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 86
Tímarit Máls og menningar nákvæmni, svo að ekki varð um það bætt fyrr en með mælingum herforingja- ráðsins á þessari öld. Undirstaða islenskra náttúruvísinda var ekki lögð fyrr en á síðustu áratugum 19. aldar, en það gerðu íslenskir fræðimenn sem menntaðir voru í Kaup- mannahöfn. Elstur þeirra og kunnastur var Þorvaldur Thoroddsen, brautryðj- andi íslenskrar jarðfræði og landafræði og sannur fjölfræðingur á mörgum sviðum náttúruvísinda og sagnfræði. I fótspor hans fetuðu margir aðrir fræði- menn á ýmsum sviðum jarðfræði, grasafræði og dýrafræði. Meðal þeirra er sérstök ástæða til þess að nefna Bjarna Sæmundsson, sem lagði grundvöllinn að íslenskri fiskifræði með rannsóknum sínum í marga áratugi. Flestir þessara fræðimanna unnu störf sín í nánum tengslum við starfsbræður sína við Hafn- arháskóla, og á þessari öld hefur stór hópur íslenskra náttúruvísindamanna stundað nám þar og haldið áfram á þeirri braut sem fyrirrennarar þeirra frá 19. öldinni höfðu markað. Því verður ekki á móti mælt að vagga íslenskra nátt- úruvísinda hefur staðið í Kaupmannahöfn. I fám orðum sagt: íslenskir Hafnarstúdentar á 19. öld lögðu undirstöðuna að íslenskum vísindum i nútímaskilningi, bæði með störfum sínum erlendis og heima fyrir og með því að flytja vissar greinar háskólakennslu inn í landið. Prestaskólinn, læknaskólinn og lagaskólinn í Reykjavík urðu þeir frjóangar sem Háskóli Islands óx upp af, þegar þessir skólar voru sameinaðir og vísi að heimspekideild bætt við árið 1911. Allir kennarar við þessa skóla höfðu stundað nám í Kaupmannahöfn, og sama var að segja um alla kennara hins nýstofnaða háskóla fyrstu árin. Hafnarháskóli verður því með réttu talinn móðurstofnun Háskóla Islands, enda er ljóst að skipulag hans og námsfyrirkomulag var sniðið eftir fyrirmyndum frá Kaupmannahöfn. Enda þótt þetta hafi tekið nokkrum stakkaskiptum á siðustu árum breytir það ekki þeirri staðreynd að það voru synir almae matris Hafniensis sem skópu Háskóla Islands og með því undirstöðu að þróun innlendra vísinda. Eftir að Garðsstyrkur Islendinga var úr sögunni 1918 fóru íslenskir stúdentar smátt og smátt að leita til annarra háskóla en Kaupmannahafnar, og síðan á styrjaldarárunum síðari hafa þeir dreifst um mörg þjóðlönd. A stríðsárunum tepptust margir íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn og þeim gafst þá tækifæri til að kynnast þeirri afstöðu sem setti svip sinn á Hafnarháskóla á þessum erfiðu árum. Við sem vorum þar gleymum ekki þeim fórnum sem kennarar og stúdentar færðu eða því hlutverki sem fjöldi þeirra gegndi í baráttunni við hernámsöflin. Það var dæmi um gamla hugtakið universitas, samfélag kennara og stúdenta, sem stóðst þetta próf. 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.