Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 86
Tímarit Máls og menningar
nákvæmni, svo að ekki varð um það bætt fyrr en með mælingum herforingja-
ráðsins á þessari öld.
Undirstaða islenskra náttúruvísinda var ekki lögð fyrr en á síðustu áratugum
19. aldar, en það gerðu íslenskir fræðimenn sem menntaðir voru í Kaup-
mannahöfn. Elstur þeirra og kunnastur var Þorvaldur Thoroddsen, brautryðj-
andi íslenskrar jarðfræði og landafræði og sannur fjölfræðingur á mörgum
sviðum náttúruvísinda og sagnfræði. I fótspor hans fetuðu margir aðrir fræði-
menn á ýmsum sviðum jarðfræði, grasafræði og dýrafræði. Meðal þeirra er
sérstök ástæða til þess að nefna Bjarna Sæmundsson, sem lagði grundvöllinn að
íslenskri fiskifræði með rannsóknum sínum í marga áratugi. Flestir þessara
fræðimanna unnu störf sín í nánum tengslum við starfsbræður sína við Hafn-
arháskóla, og á þessari öld hefur stór hópur íslenskra náttúruvísindamanna
stundað nám þar og haldið áfram á þeirri braut sem fyrirrennarar þeirra frá 19.
öldinni höfðu markað. Því verður ekki á móti mælt að vagga íslenskra nátt-
úruvísinda hefur staðið í Kaupmannahöfn.
I fám orðum sagt: íslenskir Hafnarstúdentar á 19. öld lögðu undirstöðuna að
íslenskum vísindum i nútímaskilningi, bæði með störfum sínum erlendis og
heima fyrir og með því að flytja vissar greinar háskólakennslu inn í landið.
Prestaskólinn, læknaskólinn og lagaskólinn í Reykjavík urðu þeir frjóangar sem
Háskóli Islands óx upp af, þegar þessir skólar voru sameinaðir og vísi að
heimspekideild bætt við árið 1911. Allir kennarar við þessa skóla höfðu stundað
nám í Kaupmannahöfn, og sama var að segja um alla kennara hins nýstofnaða
háskóla fyrstu árin. Hafnarháskóli verður því með réttu talinn móðurstofnun
Háskóla Islands, enda er ljóst að skipulag hans og námsfyrirkomulag var sniðið
eftir fyrirmyndum frá Kaupmannahöfn. Enda þótt þetta hafi tekið nokkrum
stakkaskiptum á siðustu árum breytir það ekki þeirri staðreynd að það voru synir
almae matris Hafniensis sem skópu Háskóla Islands og með því undirstöðu að
þróun innlendra vísinda.
Eftir að Garðsstyrkur Islendinga var úr sögunni 1918 fóru íslenskir stúdentar
smátt og smátt að leita til annarra háskóla en Kaupmannahafnar, og síðan á
styrjaldarárunum síðari hafa þeir dreifst um mörg þjóðlönd. A stríðsárunum
tepptust margir íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn og þeim gafst þá tækifæri
til að kynnast þeirri afstöðu sem setti svip sinn á Hafnarháskóla á þessum erfiðu
árum. Við sem vorum þar gleymum ekki þeim fórnum sem kennarar og
stúdentar færðu eða því hlutverki sem fjöldi þeirra gegndi í baráttunni við
hernámsöflin. Það var dæmi um gamla hugtakið universitas, samfélag kennara
og stúdenta, sem stóðst þetta próf.
76