Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 92
Tímarit Má/s og menningar
slotað, töfrunum er lokið, og sömuleiðis sýningunni. Lífið hefst að nýju, á sama
hátt og fyrir ofviðrið, áður en sýning hófst; það á jafnt við persónur og
áhorfendur. Hefur ekkert breytzt? En áður en frá er horfið, skulu áhorfendur
hlýða á eftirmála. Prosperó, eða öllu heldur leikarinn sem leikur Prosperó,
kemur fram og flytur eftirmálann. Þessi eftirmáli, loka-eintal Prosperós, er einn
hinn fegursti sem Shakespeare samdi, og einnig einhver hinn dapurlegasti og
torráðnasti. Prosperó talar beint til áhorfenda:
.. . von mín .. .
... er sú að sjá hjá yður
þann sanna vinarhug, scm biður
um likn og miskunn mér til handa,
sem misst hef kynngivald og anda
er hlýða minu máttarorði. (V,l)
í spænskum sjónleikjum — bæði eftir Calderon, og ekki síður Lope de Vega —
var algengt að leikari sneri sér til áhorfenda í lokin og bæði um vægð fyrir ágalla
sýningarinnar. En dapurlegur eftirmáli af þessu tagi, sem beinlínis er beint til
áhorfenda, kemur ekki fyrir í öðrum leikritum Shakespeares en Ofviðrinu. Hann
er saminn í allt annarri tóntegund; þetta er mikil ljóðræn stefja, og sá er að
sönnu daufur, sem heyrir þar ekki áhrifamikið persónulegt hljóðfall. Ofviðrið er
síðasta stórvirki Shakespeares. Að því loknu samdi hann að líkindum aðeins
fáeinar sýnur i harmleik Fletchers, Hinrik áttunda. Ofviðrið er kórónan á verki
Shakespeares. Það er engin furða, að margar kynslóðir fræðimanna og rýnenda
hafa séð þar skáldleg ályktarorð, kveðju til leiklistarinnar, heimspekilega og
listræna sjálfsæviskrá. Sagt er, að Shakespeare hafi kynnt sjálfan sig í gervi
Prosperós.
Lærðir Shakespeares-fræðingar hafa sumir reýnt að túlka Ofviðrið beinlínis
sem sjálfsævisögu, eða sem táknrænan stjórnmálaleik. Chambers leit svo á, að í
Ofviðrinu fælist bjartsýnis-játning Shakespeares; og hann rakti leikritið til vega-
skila sem urðu á lífsbraut hans eftir 1607 með fráhvarfi frá hinum myrku
viðhorfum í Hamlet. J. D. Wilson sá speglast í Ofviðrinu sveitablíðu staðhátt-
anna í Stratford og friðsæld ellinnar sem skáldið naut hjá dóttur sinni og
dótturdóttur. Robert Graves leit á Ofviðrið — sem og sonnetturnar — sem
dulbúna sjálfsævisögu. Nornin Síkórax átti að jafngilda „dömunni dökku“;
fangavist Aríels táknaði uppgjöf fyrir ástríðu ástarinnar; en Trinkúló var talinn
fulltrúi fyrir sjálfan Ben Jonson. Aríel átti að vera píslarvotturinn Hinrik fjórði
82