Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 94
Tímarit Máls og menningar
með öllu undan þessari hefð, þegar hann reyndi að sporna við rómantískum
skilningi á Ofvidrinu 1947 með bjartsýnis-frásögn af heimspeki-kónginum og
óskoruðu valdi skynseminnar; frásögn sem næstum gat verið sprottin upp á tíð
fræðslustefnunnar. Ofviðrið í sjálfu sér er þrungið alvöru, ljóðrænt og skræmi-
legt. Það er, eins og öll mikils háttar leikrit Shakespeares, ásækin reikningsskil
við raunheiminn. Til þess að skilja Ofviðrið á þann hátt, þarf að hverfa aftur til
texta Shakespeares, og til leikhúss Shakespeares. Það þarf að lita á það sem leikrit
um renisans-fólk, og um síðustu kynslóð fornmennta. I þeim skilnirígi, og
einungis þeim skilningi, má lesa úr Ofviðrinu heimspekilega sjálfsævi Shake-
speares og niðurstöðu leikritunar hans. Þá verður Ofviðrið leikrit um horfnar
tálsýnir, um bitra vizku, og brothætta von en þrautseiga þó. Þá endurbirtast í
Ofviðrinu hin miklu hugmið nýjunar-tímans, þau sem horfa til heimspekilegra
draumheima, til útmarka mannlegrar reynslu, til viðleitni mannsins að ná valdi
á heimi efnisins, til þeirrar hættu sem siðrænni skipan er búin, til náttúrunnar,
sem er og er ekki hin mannlega mælistika. Þá verður fundinn í Ofviðrinu sá
heimur sem Shakespeare er vaxinn úr — timi sem ber svip sjóferðanna miklu,
nýfundinna meginlanda og kynja-eyja, drauma um menn sem svífa í lofti eins og
fuglar og um vélar sem gerðu þeim fært að vinna órjúfandi vígi. Það var
timaskeið byltinga i stjörnufræði, í málmafræði og i líkamsfræði. Þetta skeið
mótaði samfélag fræðimanna, heimspekinga og listamanna; það var skeið vis-
inda, sem i fyrsta sinn urðu almenn; skeið þeirrar heimspeki sem komst að raun
um afstæði allra mannlegra dóma; skeið stórfenglegra afreka í húsalist, og skeið
stjarnspekilegra mælitækja, sem viðurkennd voru af páfa og þjóðhöfðingjum;
timabil trúar-styrjalda og píslar-stólpa Rannsóknarréttarins; glæsileiks i sið-
menningu, sem átti ekki sinn líka, og drepsótta, sem herjuðu borgir. Það var
undursamleg veröld, grimm og stórfengleg, sem með skyndingu birti í senn
vald mannsins og eymd; veröld, þar sem náttúra og saga, konunglegt vald og
siðgæði, var í fyrsta sinn svipt guðfræðilegri merkingu.
Á Elsabetaröld táknaði leikhúsið heiminn. Yfir leiksviði Shakespeares í
„Hnettinum" (”The Globe“) hékk gríðarmikið hvolf með gullnum merkjum
dýrahringsins og táknaði festinguna. Það var, á miðalda vísu, Theatrum Mundi.
En Theatrum Mundi eftir jarðskjálfta.
II
Ofviðrið hefur tvennan endi; kyrrlátt kvöld á eyjunni, þegar Prosperó fyrirgefur
óvinum sínum og sagan snýr aftur til síns upphafs; og hið dapra eintal Pros-
84