Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 94
Tímarit Máls og menningar með öllu undan þessari hefð, þegar hann reyndi að sporna við rómantískum skilningi á Ofvidrinu 1947 með bjartsýnis-frásögn af heimspeki-kónginum og óskoruðu valdi skynseminnar; frásögn sem næstum gat verið sprottin upp á tíð fræðslustefnunnar. Ofviðrið í sjálfu sér er þrungið alvöru, ljóðrænt og skræmi- legt. Það er, eins og öll mikils háttar leikrit Shakespeares, ásækin reikningsskil við raunheiminn. Til þess að skilja Ofviðrið á þann hátt, þarf að hverfa aftur til texta Shakespeares, og til leikhúss Shakespeares. Það þarf að lita á það sem leikrit um renisans-fólk, og um síðustu kynslóð fornmennta. I þeim skilnirígi, og einungis þeim skilningi, má lesa úr Ofviðrinu heimspekilega sjálfsævi Shake- speares og niðurstöðu leikritunar hans. Þá verður Ofviðrið leikrit um horfnar tálsýnir, um bitra vizku, og brothætta von en þrautseiga þó. Þá endurbirtast í Ofviðrinu hin miklu hugmið nýjunar-tímans, þau sem horfa til heimspekilegra draumheima, til útmarka mannlegrar reynslu, til viðleitni mannsins að ná valdi á heimi efnisins, til þeirrar hættu sem siðrænni skipan er búin, til náttúrunnar, sem er og er ekki hin mannlega mælistika. Þá verður fundinn í Ofviðrinu sá heimur sem Shakespeare er vaxinn úr — timi sem ber svip sjóferðanna miklu, nýfundinna meginlanda og kynja-eyja, drauma um menn sem svífa í lofti eins og fuglar og um vélar sem gerðu þeim fært að vinna órjúfandi vígi. Það var timaskeið byltinga i stjörnufræði, í málmafræði og i líkamsfræði. Þetta skeið mótaði samfélag fræðimanna, heimspekinga og listamanna; það var skeið vis- inda, sem i fyrsta sinn urðu almenn; skeið þeirrar heimspeki sem komst að raun um afstæði allra mannlegra dóma; skeið stórfenglegra afreka í húsalist, og skeið stjarnspekilegra mælitækja, sem viðurkennd voru af páfa og þjóðhöfðingjum; timabil trúar-styrjalda og píslar-stólpa Rannsóknarréttarins; glæsileiks i sið- menningu, sem átti ekki sinn líka, og drepsótta, sem herjuðu borgir. Það var undursamleg veröld, grimm og stórfengleg, sem með skyndingu birti í senn vald mannsins og eymd; veröld, þar sem náttúra og saga, konunglegt vald og siðgæði, var í fyrsta sinn svipt guðfræðilegri merkingu. Á Elsabetaröld táknaði leikhúsið heiminn. Yfir leiksviði Shakespeares í „Hnettinum" (”The Globe“) hékk gríðarmikið hvolf með gullnum merkjum dýrahringsins og táknaði festinguna. Það var, á miðalda vísu, Theatrum Mundi. En Theatrum Mundi eftir jarðskjálfta. II Ofviðrið hefur tvennan endi; kyrrlátt kvöld á eyjunni, þegar Prosperó fyrirgefur óvinum sínum og sagan snýr aftur til síns upphafs; og hið dapra eintal Pros- 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.