Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 97
Stafur Prosperós Aríel og Kalíban. Leikhús Shakespeares er Theatrum Mundi. Ofbeldið, sú meginregla sem veröldin er reist á, skal sýnt á alheims vísu. Forsaga þeirra Aríels og Kalibans er endurtekning á sögu Prosperós, önnur birting sama hugmiðs. Leikrit Shakespeares eru ekki samin að reglunni um einingu atvikanna, heldur reglunni um samsvörun, þar sem tvöföldum, þreföldum eða ferföldum efnis- þræði er saman slungið i endurtekningu á einu grundvallar-temi. Þau eru cins og kerfi af speglum, bæði ihvolfum og ávölum, sem endurvarpa hinum sama veruleik, magna hann og afskræma.1 Sama temið kemur aftur i ýmislegri tóntegund, á sérhverjum raddstiga í tónlist Shakcspeares; það kemur sem ljóðræn endurtekning eða afskræming, síðan með viðkvæmni og með spotti. A leiksviði Shakespeares eru sömu málsatvik sýnd af kóngum, endurtekin af elskendum, og öpuð af fíflum. Eða eru það kóngarnir sem apa eftir fíflunum? Kóngar, elskendur, fífl, allt eru þetta leikarar. Hlutverk eru samin og málsatvik ráðin. Og þá er illt i efni ef leikararnir duga ekki i hlutverkin og geta ekki leikið þau nógu vel. Þvi þeir eru að leika á sviði sem sýnir veröldina sjálfa, þar sem enginn velur sér hlutverk sitt, eða málsatvik. Á leiksviði Shakespeares eru málavextir alltaf raunverulegir, jafnvel þegar þeir eru túlkaðir af vofum og skrimslum. Ofbeldi og hermdarverk voru þegar komin til sögunnar áður en hafstraum- arnir hrifu flakið og báru Míröndu og Prosperó til eyjarinnar. Nornin Sikórax hafði fjötrað Aríel — fyrir að neita að hlýðnast viðbjóðslegum boðum hennar — og keyrt hann fastan i klofið furutré. Þar kvaldist hann, því þangað til hafði hann vcrið frjáls eins og loftið sjálft. ,,Þú varst þokkalegri en svo að hafa geð á hennar smánar-fýsnum,“ segir Prosperó við hann siðar. Prosperó frelsar Aríel, en einungis til þess aðgera hann að þræli, og þröngva honum til hlýðni við sitt eigið vald. Alltaf hefur Shakespeare hraðan á að efna til átaka og skipa málum, með skyndingu og samstundis. Ekki hefur Prosperó fyrr lokið sögu sinni, og Ariel skýrt frá skipbrotinu, en ýfingar hefjast af fullum krafti. Forspjallinu er Iokið, leikurinn hafinn. Aríel. . . . Fyrst þú vilt þjaka mig, er rétt af mér að minna á loforð þitt sem bíður efnda. 1 Um samsvörun sem reglu í leikritum Shakespeares hefur F. Ferguson fjallað í The tdea of the Theatre; Moulton í Shakespeare, the Dramatic Artist; W. Empson i Some Version of Pastoral. Henry James talar um „miðspegil" í sambandi við Hamlet. 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.