Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 97
Stafur Prosperós
Aríel og Kalíban. Leikhús Shakespeares er Theatrum Mundi. Ofbeldið, sú
meginregla sem veröldin er reist á, skal sýnt á alheims vísu. Forsaga þeirra Aríels
og Kalibans er endurtekning á sögu Prosperós, önnur birting sama hugmiðs.
Leikrit Shakespeares eru ekki samin að reglunni um einingu atvikanna, heldur
reglunni um samsvörun, þar sem tvöföldum, þreföldum eða ferföldum efnis-
þræði er saman slungið i endurtekningu á einu grundvallar-temi. Þau eru cins
og kerfi af speglum, bæði ihvolfum og ávölum, sem endurvarpa hinum sama
veruleik, magna hann og afskræma.1
Sama temið kemur aftur i ýmislegri tóntegund, á sérhverjum raddstiga í tónlist
Shakcspeares; það kemur sem ljóðræn endurtekning eða afskræming, síðan með
viðkvæmni og með spotti. A leiksviði Shakespeares eru sömu málsatvik sýnd af
kóngum, endurtekin af elskendum, og öpuð af fíflum. Eða eru það kóngarnir
sem apa eftir fíflunum? Kóngar, elskendur, fífl, allt eru þetta leikarar. Hlutverk
eru samin og málsatvik ráðin. Og þá er illt i efni ef leikararnir duga ekki i
hlutverkin og geta ekki leikið þau nógu vel. Þvi þeir eru að leika á sviði sem
sýnir veröldina sjálfa, þar sem enginn velur sér hlutverk sitt, eða málsatvik. Á
leiksviði Shakespeares eru málavextir alltaf raunverulegir, jafnvel þegar þeir eru
túlkaðir af vofum og skrimslum.
Ofbeldi og hermdarverk voru þegar komin til sögunnar áður en hafstraum-
arnir hrifu flakið og báru Míröndu og Prosperó til eyjarinnar. Nornin Sikórax
hafði fjötrað Aríel — fyrir að neita að hlýðnast viðbjóðslegum boðum hennar —
og keyrt hann fastan i klofið furutré. Þar kvaldist hann, því þangað til hafði
hann vcrið frjáls eins og loftið sjálft. ,,Þú varst þokkalegri en svo að hafa geð á
hennar smánar-fýsnum,“ segir Prosperó við hann siðar. Prosperó frelsar Aríel, en
einungis til þess aðgera hann að þræli, og þröngva honum til hlýðni við sitt eigið
vald. Alltaf hefur Shakespeare hraðan á að efna til átaka og skipa málum, með
skyndingu og samstundis. Ekki hefur Prosperó fyrr lokið sögu sinni, og Ariel
skýrt frá skipbrotinu, en ýfingar hefjast af fullum krafti. Forspjallinu er Iokið,
leikurinn hafinn.
Aríel. . . . Fyrst þú vilt þjaka mig,
er rétt af mér að minna á loforð þitt
sem bíður efnda.
1 Um samsvörun sem reglu í leikritum Shakespeares hefur F. Ferguson fjallað í The tdea of the
Theatre; Moulton í Shakespeare, the Dramatic Artist; W. Empson i Some Version of Pastoral. Henry
James talar um „miðspegil" í sambandi við Hamlet.
87