Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 100
Tímarit Máls og menningar hví skyldu þeir ekki allt að einu vera til á hnöttum himingeimsins? Þetta er sú niðurstaða, sem Giordano Bruno komst að; og fyrir það var hann brenndur á báli árið 1600, sakaður um villutrú. Um þessar mundir tók Shakespeare til við Hamlet. Ofviðrið var samið ellefu árum síðar. Nýlega hafa skýrendur rakið uppruna Ofviðrisins til frásagna af leiðangri enska flotans til Virginíu árið 1609. Leiðangur þessi misheppnaðist. Forustuskipið, Sea Adventure, hreppti storm og fórst; en skipverjar náðu landi á óbyggðri eyju, sem var ein af Bermútaeyjum. Þar héldust þeir við i tíu mánuði; þá smíðuðu þeir tvö ný skip og komust að lokum til Virginíu. Eyjarnar, sem stormurinn hrakti þá til, nefndu þeir Djöfulseyjar. Á næturþeli þóttust þeir heyra kynlegt ýlfur og hávaða, sem þeir kenndu illum öndum, að því er samtíma frásagnir herma. Þangað kann Shakespeare að hafa sótt orð bátsmannsins um . . . óhljóö undarleg, öskur og skræki, væl, og hringl í hlekkjum og ýmiskonar annarlegar hrinur. (V,l) Þessar frásagnir hneyksluðu landnemana, og nýlenduráð Virginíu gaf út bækl- ing eftir William Barrett, þar sem því var lýst yfir, að orðrómur sá, að á Bermúta-eyjum væri reimt af djöflum og illum öndum, væri uppspuni, eða að minnsta kosti ýkjur, og „ekkert í þessum hörmulega skopleik gæti dregið kjark úr nýlendumönnum.“' Landnemarnir í Virginíu túlkuðu Shakespeare skyn- samlegar en ýmsir af nútima ritskýrendum hans. Menn hafa einnig komizt að raun um að Prosperó fóðraði Kalíban á einhvers konar óætum „lækja-krækling,“ sem minnzt er á í sögnum af leiðangrinum ófarsæla. Þar sem Aríel kveikir í skipinu („Svo brá ég mér á dreif, og logum lék hásiglu, bugspjót, rá og reiða í senn“) hafa sumir Shakespeares-fræðingar séð fyrir sér hrævarelda, sem svo illan geig settu að skipbrotsmönnum við Bermúta-eyjar. Hugsýnir Shakespeares áttu sér ávallt stað í veruleika samtimans; og því varð heimurinn svo sem hann sýndi hann i hnotskurn á sviðinu, jafnvel enn raun- stæðari. En það var ætíð heimurinn allur. Þess vegna kemur fyrir ekki að leita að lengdar- og breiddar-gráðum á eyju Prosperós. Ofviðrið ber án efa nokkurn keim af löngum sjóferðum og dularfullum eyði- eyjum; en þar gætir einnig kviða og dirfsku þeirrar niðurstöðu sem Giordano 1 Tilvitnun L. Chambruns, Shakesþeare Retrouve', París, 1947. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.