Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 104
Tímarit Máls og menningar
Antóníó framdi sinn verknað í Mílanó í því skyni að verða raunréttur hertogi.
Sebastían ætlar að myrða konung sinn og bróður á óbyggðri eyju. Skipið hafði
steytt á skeri, og einungis örfáir skipbrotsmenn sem af komust eru innlyksa á
ókunnu landi. Sebastían yrði raunar engu nær fyrir tiltæki sitt; það er hrein
glópska; líkt því að stela poka af gulli á eyðimörk, þar sem allir eru dæmdir til að
deyja úr þorsta. Sebastían fer eins að og Antóníó fyrir tólf árum, og tilgangur
hans er sá sami; hann fylgir forskriftinni um raunverulega valdsteypu. Og þar er
komið að kjarna málsins um hliðstæður Shakespeares og kerfi hinna sífelldu
speglaskipta. Saga mannfólksins er vitfirring, en til þess að leiða það í ljós, þarf
að leika hana á eyðieyju.
Fyrsti harmsögu-kaflinn í þeirri atburðarás, sem Prosperó hefur sett saman, er
liðinn hjá. Valdsteypan hefur verið framkvæmd. En hún var framkvæmd af
þjóðhöfðingjum. Hliðstæðu-reglan hefur ekki enn notið sín; það er von á
nýjum árekstrum. Enn verður skipt um leikara og hlutverk þeirra; en aðstæður
eru hinar sömu. Veröld Shakespeares er ein heild, ekki bara samtíningur af
ýmislegum stíl. Valdsteypa er ekki forréttindi þjóðhöfðingja einna, og ekki eru
eingöngu þjóðhöfðingjar þyrstir í völd. Valdsteypa hefur þegar verið sýnd í
Ofviðrinu þrívegis gegnum sjóngler harmleiksins; nú skal hún sýnd sem skrípa-
leikur. Persónur á leiksviði Shakespeares flokkast í harmleikara og skopleikara.
En skopleikur á sviði Shakespeares er ekki einungis kátlegur millileikur, sem á
að gera fólki glatt í geði eftir grimmilegar sýnur, leiknar af kóngum og
hertogum. Hörmuleg leikatriði hjá Shakespeare hafa oft spaugsama, skrípilega
eða háðska undirtóna, og skrípa-sýnur eru oft blandaðar beiskju, ljóðrænu, og
grimmd. A leiksviði hans eru það fiflin sem segja sannleikann. Og ekki aðeins
segja hann; þau endurleika þann gang mála, sem að jafnaði fellur þjóðhöfð-
ingjum einum í hlut. Stefanó, drykkjurúturinn, og Trinkúló, hirðfiflið, vilja
líka fá völd. Þeir, ásamt Kalíbani, ráða Prosperó banaráð. Aftur endurtekur
sagan sig. En að þessu sinni er það einungis skopleikur. Og sá skopleikur mun
reynast sorglegur. En í svipinn er þetta hreinn skrípaleikur:
Skoffín, ég skal drepa þennan mann. Við verðum kóngur og drottning, hún
dóttir hans og ég, — blessuð sé vor náð! — og þiö Trinkúló verðið vara-
kóngar. (III, 2)
Eyja Prosperós er leiksvið, sem táknar hina raunsönnu veröld, ekki neina
draumlendu. Shakespeare tekur af skarið um þetta, þegar hann snýr máli sínu
beint til áheyrenda, svo að liggur við ýkjum. Gonsaló er hugsuður leikritsins.
Hann er löghlýðinn og heiðvirður, en um leið broslegur einfeldningur. Kon-
94