Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 107
Stafur Prosperós sjálfa sig „nakta sem orma“, eins og Sartre segir; þau orð eiga hér mæta vel viÖ. Alonsó hefur áttað sig á tilgangi þessarar þrekraunar: Völundarhús sem þerta þekkist hvergi, og hér er fleira á ferð en náttúrunni var ætlað fyrr ... Sýningu Ofviðrisins og þess siðbótar-leiks sem Prosperó setur á svið, er senn lokið. Klukkan er að verða sex. Sama klukkan hefur talið tíma leiksins og tíma leikhúsgesta. Því leikarar og áhorfendur hafa — á fjórum stundum — reynt sama ofviðrið. Reyndar hver maður. Engin sál gat varizt æði og örvæntingar fáti; (1,2) Á eyjunni, sem Shakespeares-fræðingar hugðu vera Arkadíu, hefur veraldarsag- an einu sinn enn verið sett á svið og endurleikin. III Hver er Prosperó, og hvað táknar stafur hans? Hvers vegna spinnur hann saman þekkingu og töfra, og hvað felst eiginlega í skiptum hans við Kalíban? Því ekki er það vafamál, að Prosperó og Kalíban eru aðalpersónurnar í Ofviðrinu. Hvað veldur því, að Prosperó kastar frá sér töfrasprotanum og sökkvir bókum sínum í hafið? Hvers vegna snýr hann varnarlaus aftur til manna? í engu öðru af meistaraverkum Shakespeares — nema Hamlet — hefur mikilleikur mannshugarins annars vegar, og miskunnarleysi heimssögunnar og breyskleiki siðgóðrar reglu hins vegar, birzt í svo ástríðri andhverfu sem í Ofviðrinu. Þessa dapurlegu mótsögn fékk fólk á nýjunartíð sárlega að reyna. Níu óbreytileg himinhvel, sem heimsmyndarfræði miðalda lét hverfast sammiðja um jörðina, tryggðu siðskipan alheimsins. Heilagt drottinvald þjóðfélagsins var hliðsta^a hins himneska drottinvalds. Og nú voru himnarnir níu ekki lengur til. Jörðin var orðin að örsmáu rykkorni í stjörnu-geimnum; en um leið varð alheimur nákomnari. Himintunglin hreyfðust samkvæmt lögmálum sem mannsandinn hafði uppgötvað. Jörðin var orðin í senn örsmá og afar mikil. Skipan náttúrunnar var ekki lengur heilög. Veraldarsagan var einungis orðin saga mannkynsins. Menn gat dreymt að hún tæki breytingum. En hún tók engum breytingum. Aldrei fyrr höfðu menn fundið jafn-sárt til andhverfu draums og veruleika, mannlegs máttar og ömurlegs hlutskiptis mannanna. Allt TMM 7 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.