Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 107
Stafur Prosperós
sjálfa sig „nakta sem orma“, eins og Sartre segir; þau orð eiga hér mæta vel viÖ.
Alonsó hefur áttað sig á tilgangi þessarar þrekraunar:
Völundarhús sem þerta þekkist hvergi,
og hér er fleira á ferð en náttúrunni
var ætlað fyrr ...
Sýningu Ofviðrisins og þess siðbótar-leiks sem Prosperó setur á svið, er senn
lokið. Klukkan er að verða sex. Sama klukkan hefur talið tíma leiksins og tíma
leikhúsgesta. Því leikarar og áhorfendur hafa — á fjórum stundum — reynt
sama ofviðrið. Reyndar hver maður.
Engin sál
gat varizt æði og örvæntingar fáti; (1,2)
Á eyjunni, sem Shakespeares-fræðingar hugðu vera Arkadíu, hefur veraldarsag-
an einu sinn enn verið sett á svið og endurleikin.
III
Hver er Prosperó, og hvað táknar stafur hans? Hvers vegna spinnur hann saman
þekkingu og töfra, og hvað felst eiginlega í skiptum hans við Kalíban? Því ekki
er það vafamál, að Prosperó og Kalíban eru aðalpersónurnar í Ofviðrinu. Hvað
veldur því, að Prosperó kastar frá sér töfrasprotanum og sökkvir bókum sínum í
hafið? Hvers vegna snýr hann varnarlaus aftur til manna?
í engu öðru af meistaraverkum Shakespeares — nema Hamlet — hefur
mikilleikur mannshugarins annars vegar, og miskunnarleysi heimssögunnar og
breyskleiki siðgóðrar reglu hins vegar, birzt í svo ástríðri andhverfu sem í
Ofviðrinu. Þessa dapurlegu mótsögn fékk fólk á nýjunartíð sárlega að reyna. Níu
óbreytileg himinhvel, sem heimsmyndarfræði miðalda lét hverfast sammiðja um
jörðina, tryggðu siðskipan alheimsins. Heilagt drottinvald þjóðfélagsins var
hliðsta^a hins himneska drottinvalds. Og nú voru himnarnir níu ekki lengur
til. Jörðin var orðin að örsmáu rykkorni í stjörnu-geimnum; en um leið varð
alheimur nákomnari. Himintunglin hreyfðust samkvæmt lögmálum sem
mannsandinn hafði uppgötvað. Jörðin var orðin í senn örsmá og afar mikil.
Skipan náttúrunnar var ekki lengur heilög. Veraldarsagan var einungis orðin
saga mannkynsins. Menn gat dreymt að hún tæki breytingum. En hún tók
engum breytingum. Aldrei fyrr höfðu menn fundið jafn-sárt til andhverfu
draums og veruleika, mannlegs máttar og ömurlegs hlutskiptis mannanna. Allt
TMM 7
97