Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 112
Tímarit Máls og menningar
cn flýið cr hann rís; þið dvcrga-kríli,
sem markið hring á haga, er tunglið skín,
svo hjarðir fælast; þið sem gamnið ykkur
við svcppagerð á næturþeli, og þráið
kvöldklukkna-hljómsins helgu ró; — með ykkar
mætti, sem hrökk þó hverjum ykkar skammt,
hef ég myrkvað um hádag heiða sól,
stormana spanað, espað hylgrænt hafíð
og hvolfið sumarblátt í grimman styr,
gjallandi þrumum tendrað eld, og tvísrrað
með sjálfum fleygum Seifs hans stoltu eik,
fjalldyngjur hrist, og rifið upp með rótum
setar sem furu, og skipað grónum gröfum
að vekja sína sofendur og opnast
fyrir mitt töfravald. (V,l)
í verkum nær allra hugsuða, skálda, og heimspekinga á nýjunartið má sjá þessi
skyndilegu hvörf frá ákafri hrifningu af sigrum mannlegrar hugsunar til sjáandi
vitundar um úrslita-tortímingu. Þau koma fyrir hjá Michelangelo, og jafnvel
oftar hjá Leónardó, sem er næstum haldinn af hugmiði gereyðingar. Rit hans
mora af nákvæmum og ofsafengnum lýsingum á eldi sem slokar heilar borgir,
nýju stórflóði sem tortímir öllu mannkyni, eða drepsótt sem heggur í það stór
skörð. Náttúran „sendir eitrað pestar-loft yfir grúa af lifandi verum, sérstaklega
mönnum, sem fjölgar mest, þar eð önnur dýr geta ekki étið þá.“ Jafnvel að stil
minnir þessi setning á Shakespeare. Stundum er líkingin blátt áfram furðuleg. í
einu af ófullgerðum bréfum sínum skrifar Leónardó: „Munnurinn drepur fleira
fólk en rýtingur.“ (“La bocca n’ha morti piú che’l coltello.“) Hamlet segir eftir
sýnuna miklu með leikurunum:
„Rýtingum mun ég mæla, en ekki beita.“
(“I will speak daggers to her, but not use them.”) (V, 1)
Oft má finna hjá Leónardó, eins og hjá Shakespeare, mjög nútízkar ofboðs-
hugleiðingar um sögu mannkynsins, sem jafnað til sögu jarðar er aðeins svip-
stund. Maðurinn er dýr eins og öll önnur dýr, aðeins ef til vill grimmari; en þar
skilur með honum og öðrum dýrum, að hann veit örlög sín og vill breyta þeim.
Hann fæðist og deyr utan mannlegs tíma, og það getur hann aldrei sætt sig við.
Stafur Prosperós lætur veraldarsöguna endurtaka sig á eyðieyju. Leikarar geta
leikið þá sögu á fjórum stundum. En stafur Prosperós getur ekki breytt sögunni.
102