Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 113
Stafur Prospcrós Þegar siðbótar-leiknum er lokið, hlýtur töframætti Prosperós einnig að ljúka. Aðeins bitur vizkan stendur eftir. Annar kafli úr ritum Leónardós virðist mér vera nákominn Ofviðrinu. León- ardó talar um stein, sem oltið hefur ofan af fjallstindi. Menn stíga yfir hann, dýrahófar traðka á honum, vagnhjól velta yfir hann. Hann segir að lokum: „Þessi verða örlög þeirra, sem hverfa frá einlífi, frá lífi sem helgað er íhugun og hugleiðslu, i því skyni að búa í borgum á meðal manna sem eru haldnir af synd.“ í þessu broti er sú dapra beiskja, sem skyggði á brottför Prosperós frá eyjunni: en þaðan held ég heim til Mílanóar, og jafnan uppfrá þvi skal þriðja hver mín hugsun verða gröfin. (V,1) Þessi skil Leónardós milli hugsunar og athafnar, þar sem annars vegar er ríki frelsis, réttlætis og skynsemi, og hins vegar skipan náttúrunnar og sagan, þau komu enn harðar við síðustu kynslóð nýjunartímans, þá kynslóð sem Shake- speare fæddist til. Fólk fann til þess á þeirri tíð, að mikil öld var að renna sitt skeið á enda. Samtíminn var viðsjárverður, framtíðin jafnvel enn skuggalegri á svipinn. Hinir miklu draumar húmanista um betri tima höfðu ekki rætzt; þeir reyndust aðeins vera draumar. Aðeins beisk vitund um glataðar hillingar stóð eftir. Með hinu nýja peningavaldi virtist lénsveldið forna enn grimmilegra. Strið, hungur, drepsóttir, ógnarstjórn þjóðhöfðingja og ægivald kirkjunnar — þetta var veruleikinn. Elsabet ríkti með óbilgirni á Englandi. Ítalía var ofurseld Spánverjum. Giordano Bruno var fenginn í hendur Rannsóknarréttinum og brenndur á Campo di Fiore. í lok sextándu aldar mátti svo virðast, sem kerfi Kópernikusar hefði unnið lokasigur. Það hafði í fyrsta sinn hlotið staðfestingu reynslunnar, og kom þar til uppfinning sjónaukans og fundur tungla Júpíters, sem Galileó uppgötvaði. Ritgerð hans um stjörnufræði, sem út kom 1610 — nær samtímis Ofviðrinu — táknaði nýjan sigur vísindanna. En sá sigur var meiri í sýnd en raun. Sidereus nuntius hringdi út öldina miklu. Að vísu vakti það rit ímyndunarafl Campanella, en það var lýst villutrúarrit. Skuggaleg kreddutrú aristótelesarsinna var aftur komin í sókn. Árið 1618 felldi Hinn heilagi réttur þann úrskurð, að kenning Kópernikusar og svo kölluð Pítagórasar-stefna væri í mótsögn við Biblíuna. Árið 1633 fór málareksturinn fram gegn Galíleó, og hann afneitaði villutrúar- viðhorfum sínum opinberlega: 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.