Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 115
Stafur Prosperós
hinn silfurgljái hefur sigrað. En mun Danmörk hætta að vera dýflissa? Lík
Hamlets hafa hermenn borið burt. Enginn mun framar draga í efa þá merkingu
sem veit að sögu lénsveldisins og tilgangi mannlífsins. Fortinbras leggur engar
slíkar spurningar fyrir sjálfan sig. Hann hefur ekki einu sinni grun um að þar sé
neins að spyrja. Sögunni er borgið, en við hvaða verði?
Samtímamenn Shakespeares, sem skrifuðu um leikrit á Elsabetaröld, sáu þar
mynd mannlífsins. Að þeirra hyggju gat leikrit sem best sameinað sögulegar
staðreyndir og skáldlegan tilbúning í fræðingar skyni. Harmleikurinn átti að
vara áhorfendur við því að láta undan ástríðum sínum, og sýna afleiðingar
misgjörða. Puttenham orðaði þetta svo:
.. . þegar eftirlifendum stóö ekki lengur nein ógn af þeim, var illræmt líf
þeirra og ofriki gert öllum lýðum ljóst, varmennska þeirra átalin, glópska
þeirra spottuð og ósvífmn hroki, en bent á vesöl endalok þeirra meö leikjum
og sýningum, til þess að sýna fram á hverfulleik gæfunnar og réttláta refsingu
guðs fýrir smánarlegt lastalíf.1
Sir Philip Sidney, höfundur Arkadíu, segir að skáldið sé „hinn sanni al-
þýðu-heimspekingur.“ En Shakespeare var enginn slikur alþýðu-heimspekingur,
eða — hafi hann verið það — þá einungis í sama skilningi og Montaigne.
Shakespeare er víðs fjarri hversdagslegu uppeldis-viðhorfi Puttenhams eða
Sidneys. Þjóðhöfðingi er í hans augum ævinlega „Þjóðhöfðinginn" eftir Mac-
hiavelli, sem lifir í þeim heimi, þar sem stórfiskar gleypa smáfiska. Hann gleypir,
eða er gleyptur. Shakespeare gerir ekki greinarmun á góðum kóngi og harð-
stjóra, ekki fremur en hann gerir greinarmun á kóngi og fífli. Báðir eru þeir
dauðlegir menn. Grimmdarverk og valdastreita er ekki einkaréttur þjóðhöfð-
ingja; heldur lögmál þessa heims.
Söguskilningur Shakespeares, bölsýnn og hroðalegur, er þegar í námunda við
efnishyggju-heimspeki Hobbes, eins og hún birtist í riti hans, Levíatan. Hobbes
samdi verk sitt á viðreisnartímanum. I hans vitund voru kóngar ekki lengur
Drottins smurðir. Þeir voru í þess stað hinir smurðu Sögunnar. Alræðisvald
þeirra og réttur til ofríkis var árangur af stríði allra gegn öllum. Þeir voru
tryggjendur þjóðfélags-reglunnar gegn því stjórnleysi, sem sífellt vofði yfir.
Shakespeare leit lénssöguna sömu augum og Hobbes, en hann reis gegn
óbreytileik hennar. Hann var að leita lausnar frá þessum dapurlegu valkostum,
ógnarstjórn eða stjórnleysi. Hann krýndi aldrei sína Rikarða, Hinrika eða
1) The Art of English Poesie, XV, kap., London, 1589.
105