Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 116
Tímarit Máls og menningar Makbeða með kórónunni „söguleg nauðsyn“. Hann gerði konunga að jafn- ingjum venjulegra manna og sýndi fram á að hross getur verið meira virði en kóngsríki. A eyðieyjunni hefur veraldarsagan verið leikin. Sýningu er lokið; sagan hefst að nýju. Alonsó mun snúa aftur til Napólí, Prosperó til Mílanóar, Kaliban mun aftur verða herra eyjarinnar. Prosperó varpar frá sér staf sínum og verður að nýju varnarlaus. Hefði hann haldið stafnum, væri Ofviðrió ekkert annað en venjulegt ævintýri. Veraldarsagan er vitfirring, en tónlistin læknar mannlegar sálir af vitfirringu. Það eina, sem unnt er að tefla fram gegn sögunni, er bitur vizka. Sagan verður ekki um flúin. Allir hafa lent í ofviðrinu, og allir eru að vitrari. Jafnvel Kalíban. Hann öllum fremur. Það þarf að byrja aftur frá upphafi, alveg frá upphafi. Prosperó fellst á að snúa áftur til Mílanóar. I því einu felst hin torvelda og tvísýna bjartsýni Ofviðrisins. IV Aríel erengill og böðull sem fylgir fram skipunum Prosperós. Hann sjálfur á sér aðeins tvær sýnur: þegar hann gerir uppreisn í fyrsta þætti, og þegar hann kemur Prosperó til að vorkenna fjandmönnum sínum í fjórða þætti. Það sem veldur árekstrum hans, er ekki annað en þrá hans eftir frelsi. Ymsir skýrendur hafa litið á Aríel sem tákn sálar, hugsunar, vits, skáldskapar, lofts, rafmagns, og jafnvel — í katólskri túlkun — tákn náðar gegn náttúru. En á sviðinu er Aríel einungis leikari, eða leikkona, í búningi, eða aðfellu, stundum með grímu. Ariel klæddur tímasettum búningi verður hluti tímasettrar sýningar, skjald- sveinn Prosperós þegar bezt lætur. Ariel í afhverfum búningi gæti vel líkzt verkhús-hjálparmanni að störfum með kjarnorku-tæki. Ariel i aðfellu breytist i ballet-dansara. Aríel með grímu, sem hann ber allt frá upphafi leiks, getur ekki átt heima i leikhúsi Shakespeares. Og hvers konar grímu ætti Aríel þá að hafa? Leikarar sem leika anda, verða að vera mannlegir. Hvenær sem ég hugsa til Ariels, sé ég fyrir mér grannvaxinn pilt, mjög dapran á svip. Búningur hans ætti að vera mjög hversdagslegur og lítilmótlegur. Hann getur verið i dökkum buxum og hvitri skyrtu með heilkraga. Aríel fer hraðar en hugurinn. Hann ætti að koma á svið og hverfa af sviði án þess greint yrði. En hann má ekki dansa eða hlaupa. Hann ætti að hreyfa sig mjög hægt. Hann ætti að standa kyrr sem oftast. Einungis þá getur hann orðið hraðari en hugurinn. Skýrendum Ofviðrisins er mjög annt um að gera Ariel að andstæðu Kalibans. Sá skilningur er að mínum dómi litilsigld heimspeki og innantóm leiklist. í 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.