Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 117
Stafur Prosperðs
gangi leiksins er Aríel ekki móthlutverk Kalíbans. Hann er ekki sýnilegur
öðrum en Prosperó og áhorfendum. Allar aðrar leikpersónur skynja hann aðeins
sem músík eða rödd.
Kalíban er aðalpersóna næst á eftir Prosperó. Hann er eitt mesta og áleitnasta
sköpunarverk Shakespeares. Hann er engum og engu líkur. Hann hefur full-
komið einstaklingseðli. Hann lifír í leiknum, en einnig utan hans, eins og
Hamlet, Falstaff og Jagó. Hann verður ekki skilgreindur eins og Ariel með
einum myndhvörfum, né verður honum komið fyrir í einni líkingu. Á skránni
yfir persónur leiksins er hann sagður „þræll, vanskapaður villimaður“. Prosperó
kallar hann „djöfulborinn drýsil", „skarn“, „skjaldböku“, „nornarhvolp", eitr-
að fól“, og ekki sízt „skrímsl“. Trinkúló kallar hann „fisk“. Kalíban hefur fætur
eins og maður, en armar hans eru sem uggar. Hann er með eitthvað uppi í sér,
sem hann tyggur án afláts, urrar, gengur á fjórum fótum.
Dúrer hefur málað svín með tvo hausa, skeggjað barn, nashyrning sem likist
vansköpuðum fil. Leónardó hefur þessa forskrift að dreka í riti sínu Um mál-
aralist'. „Tak hunds haus, kattar augu, broddgaltar eyru, héra munn, ljóns
augabrýn, gagnaugu af gömlum hana, og háls af skjaldböku.“ Fundizt hafa
teikningar frá byrjun sautjándu aldar, sem sýna skrímsl á borð við Kalíban.
Fræðimenn hafa talið, að lýsing Shakespeares fari næst tilteknu spendýri af ætt
hvala, sem einkum lifi á Malaja-svæðinu. Svo Kalíban ætti þá að vera eins konar
búrhveli.
En á leiksviðinu er Kalíban, rétt eins og Aríel, aðeins leikari í búningi. Það er
hægt að sýna hann sem fisk, sem dýr, eða sem manneskju. Það þarf að vera í
honum einhver dýrslegur skepnuskapur, og skriðdýrs meinfýsi; að öðrum kosti
kæmust grodda-sýnurnar með Stefanó og Trinkúló ekki til skila. En helzt vildi
ég hafa hann svo mennskan sem verða mætti. Skrímslis-myndhvörf í máli eru af
öðrum toga en sjálft gervi og látbragð leikarans. Kalíban er manneskja, ekki
skrímsl. Allerdyce Nicoll vekur réttilega á því athygli, að Kalíban talar í bundnu
máli. I veröld Shakespeares tala ekki aðrir lausamál en æringjar og aukapersónur,
þeir einir sem koma ekki sjálfu efni leiksins beinlínis við.
Kalíban hafði verið herra eyjarinnar; þegar Prosperó er farinn, mun hann
aftur verða þar einn eftir. Af öllum leikpersónum í Ofviðritiu eru örlög hans að
sönnu hörmulegust. Ef til vill er hann sá eini sem breytist. Ollum öðrum
persónum er lýst utan frá, eins og sýnd séu fáein grundvallar-einkenni. Svo er
jafnvel um Prosperó. Leikur Prosperós er allur á vitsmuna sviði. Leikur Aríels er
einnig bundinn afhverfum hugtökum og vettvangi þeirra. Aðeins Kalíban
hefur Shakespeare gætt ástríðu og heillegri ævisögu.
107