Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 121
Stafur Prosperós blindri uppreisn sinni, barnalegri og myrkri, í ósk sinni um frelsi, sem í hans vitund merkir ekki annað en væran svefn og mat. Hann er harmpersóna, af því hann getur ekki unað sínu hlutskipti, hann hvorki vill né getur sætt sig við örlög sín — að vera fífl og þræll. Renan sá múginn (demos) í Kalíbani; í framhaldi sínu af Ofviðrinu fór hann með hann til Mílanóar og lét hann fremja aðra valdsteypu gegn Prosperó og fá sigur. Guéhenno samdi vörn fyrir Kalíban — lýðinn. Hvortveggja þessi túlkun er lágkúruleg og óréttlát gagnvart Kalíbani Shakespeares. í Ofviðrinu er tónlist Aríels og tónlist Kalíbans. Leikur þessi verður ekki sýndur án þess vandlega sé þar skil á gert. En í Ofviðrinu verður eitt andartak, þegar tónlist Kalíbans og Aríels renna saman. I þeirri svipan sprettur einnig fram tignarleg ljóðlist Shakespeares. Trinkúló og Stefanó eru hræddir við tónlist Aríels. Kalíban heyrir hana: Ekkert að hræðast! eyjan glymur öll af fögrum hljóm, sem aðeins vekur yndi; oft kliða tónar þúsund þýðra strengja og hjúfra mér við eyra, og raddir óma oft, þó ég sé að vakna af værum blundi, og syngja mig í svefn; þá dreymir mig að skýin opnist iðjabjört af dýrð sem yfir mig skal rigna, svo ég vakna og græt af því ég þrái meiri draum. (III.2) Þessi kafli er í mínum augum sköpunarsaga Shakespeares. Þarna hefst saga mannkynsins. Sú saga sem leikin hefur verið á eynni. Kalíban hefur enn verið blekktur. Hann hefur beðið ósigur, samskonar ósigur og Prosperó. Kalíban á engan töfrasprota, og honum gagnast enginn loddarastafur. Hann hefur í misgripum haldið að drykkjurútur væri guð. En hann hefur lent inn á þann stíg sem Prosperó hefur fetað. Hann hefur gengizt undir raun, og tálsýnir hans hafa horfið honum. Hann verður að byrja á upphafinu að nýju. Rétt eins og Prosperó verður að byrja að nýju, þegar hann snýr aftur til Mílanóar til þess að verða þar hertogi öðru sinni. „Nú vil ég vera hygginn," segir Kalíban í lokin. Og þegar Prosperó er farinn, mun hann klifra hægt, á fjórum fótum, upp á hæsta auða svæðið á eyju Bosch, eins og Shakespeare sýndi hana. Aðeins tvær persónur eru undan þegnar því endurtekningar-lögmáli, sem fólgið er í gerð leikritsins. Það eru þau Míranda og Ferdínand. Þau taka ekki þátt i þeirri veraldarsögu, sem leikin er á eynni; eða öllu heldur, þau taka þátt í henni 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.