Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 124
Tímarit A1 als og menningar
Þetta er hin síðasta af miklum nærmyndum í Ofviðrinu. Míranda stendur frammi
fyrir flokki glæpamanna. Einn þeirra rændi krúnunni frá föður hennar fyrir tólf
árum. Annar rauf heit sitt sem bandamaður. Sá þriðji brá sverði gegn bróður
sínum fyrir einungis stundarkorni. Prosperó verður aðeins örstutt svar á vörum.
En beiskur vísdómur felst í því svari. Hér kemst Shakespeare af með fá orð:
Þér er nýtt um petta. (V,l)
V
Joseph Conrad nefnir Shakespeare aðeins tvisvar í öllum verkum sínum. Annað
skiptið þegar hann er að draga dár að Makbeð -— hann kallar ónefnt Shake-
speares-leikrit ævintýri, eins og lífið, fullt af hávaða og vindi, sem ekkert merki.
Makbeð segir í einni af loka-sýnum leiksins:
Sljór farandskuggi er lífið, leikari
sem fremur kæki á fjölunum um stund
°g þegir uppfrá því, stutt lygasaga
þulin af vitfirringi, haldlaust geip,
óráð, sem merkir ekkert. (Makbeð, V,5)
I LordJim finnur sögumaður meðal eigna Jims í Patúsan ódýra Shakespeares-
útgáfu i einu bindi og spyr hann hvort hann hafi lesið hana. „Já,“ svarar Jim,
„það bezta sem hugann fær glatt.“ Marlow bætir við: „Þetta mat kom mér á
óvart, en ekki var tími til að ræða um Shakespeare.“
En meðal þess persónulegasta, sem Conrad ritaði, er kafli, sem i mínum
augum er náskyldur hinni „bitru“ túlkun á Ofviðrinu og djúpri vizku Prosperós.
Þar segir Conrad:
Ef lagt er á tilveruna siöferðilegt mat, lendum vér aö minnsta kosti í svo
mörgum grimmilegum og fjarstæðukenndum mótsögnum, þar sem hinztu
leifar af trú, von og kærleika, og jafnvel af skynseminni sjálfri, virðast á
þrotum, að sett hefur að mér þann grun, að takmark sköpunarinnar geti alls
ekki verið af siðrænum toga. Eg gæti fremur trúað, að markmið hennar væri
hreinlega að setja á svið til sýningar; til sýningar, sem horft skal á með
lotningu, kærleika, tilbeiðslu, eða hatri, ef svo skal þykja, en frá þessu sjónar-
miði — og frá því sjónarmiði einu — aldrei með örvæntingu! Það sem fyrir
augu ber, hvort heldur blítt eða stritt, hefur siðgæðis-tilgang í sjálfu sér. Það
sem síðan tekur við, er í vorri hendi. — (J. Conrad, A Personal Record, V.
kap.)
114