Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 135
Umsagnir um bcekur
bókina um dagbókarhöfundinn Elísabetu
Mc. Intosh Markúsdóttur. Hér er ótrúlegu
efni haldið til haga og miðlað, hugleið-
ingar, dagbók, ljóð, sendibréf (móttekin
og send), lausir miðar, símtöl, glefsur úr
dagblöðum, o. s. frv. Að þessu leyti
minnir aðferð bókarinnar á „An titils.
Skáldverk", eftir Einar Guðmundsson
(1978), nema hvað An titils er eins og
allar dagbaekur laus við dramatíska spennu
og stigmögnun á meðan Næstsíðasti dag-
ur ársins magnast við hvern kafla, byrjar í
„þettaer ekki hægt“ og endar í „eitthvað
verður að gera“.
Ég ætla ekki að hálsbrjóta mig á því að
endursegja þessa bók, hef aldrei lesið 156
bls. bók sem kemur jafn víða við og held-
ur samt kúrs. Bókin er ótæmandi en i
örstuttu máli endurskapar hún og upp-
vekur hrollvekju venjulegrar fjölskyldu á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðferð bókar-
innar er frumleg og dugir vel til að lýsa
hversdagslífi hversdagsfólks: hringrás
fæðunnar, leirtausins, innanstokksmun-
anna, lægðanna, tilkynninganna, árstíð-
anna, geðsveiflnanna, o. s. frv. Til að
undirstrika endurtekningar beitir Norma
gjarnan upptalningu og nær merkilegum
áhrifum. Berið til dæmis saman upptaln-
inguna á bls. 35 þegar Beta er döpur og
slengir framan í okkur innihaldi eldhúss-
ins, eða þegar Beta er í góðu skapi og
stofan kemur dansandi á móti okkur:
„Klukkan er að verða ellefu, kvöld. Já,
litla stofan mín, HALLÓ! Á veggnum
er skakkt málverk sem er að detta úr
rammanum, á kringlóttu borði er
lampi með skökkum skermi. Þetta
hvort tveggja þyrfti að laga! Þarna er
gul kaffikrús, mætti taka fram í eld-
hús. I stSfanum er hreinn þvottur,
brotinn saman, mætti setja í skúffur!
Gult og rauðlitað teppi úti á svölum,
handklæði á snúrum, mætti taka inn!
Dúkkurúm, bleyjubuxur, kerrupoki,
dúkkukerra, tuskubók, dagblöð á víð
og dreif, leikskólataska, rauð plast-
flaska undir mjólk, mætti örugglega
setja á sinn stað! Svo er kasettutæki á
borði, hraungrýtislampi liggjandi á
hlið, grænt garn, gatari, dagblöðin,
fúllt stofugólf af renningum sem flugu
hér áðan úr höndum Jónsa (upp í
loftið og svifu niðurá teppið), Jónsi
liggur á miðju gólfteppinu, teiknandi
hús sem er að brenna, Ólafur Haukur
syngur „ég trúi á fólk sem finnur til
með þeim sem eiga undir högg að
sækja“, ryk á rauðu hillunni, ásamt
fingurbjörg, yddara. Kötturinn malar
við öxl mér! Fullkominn friður og
jafnvægi .. .
Jónsi minn, TAKTU DÓTIÐ
UPP, ORMURINN ÞINN, OG
FARÐU NÚ AÐ SOFA ...“ (49—
50)
Eða þá upptalningin á bls. 145 þegar
Beta er að niðurlotum komin og að-
standendurnir hafa áhyggjur af geöheilsu
hennar, dagbókarskrifin hafa alveg náð
yfirhöndinni, hún er hætt að sinna öðru.
Tími bókarinnar er eitt ár og kaflarnir
jafnmargir mánuðum ársins. En i raun og
veru er það allt líf Betu sem er undir: Beta
barn, Beta unglingur, Beta móðir. Stund-
um fær lesandinn allan þennan tíma nið-
ursoðinn i einni þversneið:
125