Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 136
Tímarit Máls og menningar
„Spurning dagsins: Hvað finnst þer
óþægilegast af öllu?
Beta (sjö ára): Þegar ég er að labba
heim úr skólanum í sól og fer að
hugsa: Ef ekkert væri til, enginn
heimur, engin ég, bara EKKERT. Þá
líður mér voða, voða illa . ..
Spurning dagsins: Hvað finnst þér
best af öllu?
Beta dsamt fleiri krökkum við al-
menningssalerni (10 ára): Að kúka
þegar ég er búin að bíða svona lengi
fyrir framan klósettið . . . (hlátur)
Spurning dagsins: Hvað veldur þér
mestum ónotum?
Beta (16 ára): Dúkkur! Allt í einu
finnst mér dúkkur vera undarlegt
leikfang fyrir börn, þetta er eins og
dánar manneskjur — bara umbúðir.
Þetta er kannske eitthvert svona tíma-
bil hjá mér?!
Spurning dagsins: (í strætó leið 12,
á leið í Breiðholtið) Veistu hver er
fjármálaráðherra íslands?
Beta (31 árs húsmóðir): Ha, Guð,
ji, ég sko man þaö ekki, ég bara, suss
vertu kyrr krakki, reyndu að ná sæti
aftast. Ég veit það, ég bara hef ekkert
verið að hugsa um það sko!!!“ (81—
82)
Gallar bókarinnar finnast mér helstir
hvað henni hættir til að vera mikið í sama
dúr. Stundum verður textinn flatneskju-
legur og ambögulegur: „Tengdamamma
segir svona líka“, (12) og sum atriðin
óttast maður að séu ekki nægilega stækk-
uð til að óviðbúinn lesandi komi auga á
þau. Eiginlega finnst mér ágæt kápa
Messíönu Tómasdóttur dæmigerð fyrir
bókina: grá, grá, grá. Grátt er býsna sam-
settur og erfiður litur, sbr. að hversdags-
leikinn skuli vera grár, en verður full ein-
hæfur ef hann er brúkaður of mikið.
Verkið sem heild gæti verið umræðu-
grundvöllur fyrir allt sem brennur á okkur
í dag. Ef ég ímyndaði mér að Alþingi væri
sjálfrátt, myndi ég ráðleggja því að kaupa
60 eintök strax og taka eins og viku til að
lesa og kry'fja Næstsíðasta dag ársins í
báðum deildum og sameinuðu þingi.
Fljótvirk leið til að stinga þingmönnum í
samband við það sem er að gerast. En ekki
bara þeim, heldur okkur öllum, því jafnvel
þótt við upplifum nákvæmlega sömu
hluti og Dagur og Beta, þá er eins og við
gerum okkur ekki grein fyrir því fyrr en
einhver hefur heiðarleika, hugrekki og
hæfileika til að orða þá.
Pe'tur Gunnarsson.
Á páskum, 1980.
FYRIR EIGIN HÖND — OG ÞÍNA
Steinunn Sigurðardóttir sendi frá sér
Ijóðabók í fyrra eftir alllangt hlé.1 Efnis-
valið í fyrri hluta bókarinnar, sem er
langfyrirferðarmestur, er kunnuglegt.
Þetta gætu kallast eins konar ástakvæði,
eða kvæði um samskipti tveggja, nefnd ég
og þú, með náttúruívafi í líkingum og
lýsingum. Slík kvæðagerð er ekki frumleg
og alltaf hætt við að lenda ofan í annarra
brautum og komast ekki upp úr þeim.
Steinunni er þetta ljóst og leitast við sem
fyrr að gæða lcvæðin fersku lífi með ýms-
1 Steinunn SigurÖardóttir: Verksummerki.
Helgafell. Reykjavík 1979.
126