Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 21
Einar Bragi Paulus Utsi Paulus Utsi er af mörgum talinn fremsta ljóðskáld Sama. Hann fæddist 1918 í Lyngseidet í Noregi, þar sem foreldrar hans höfðu sumarvist með hjörð sína. Faðir hans var hreinbóndi á fornan móð í Karesuando rétt sunnan við sænsk- finnsku landamærin. Bernskuminningar um hreinbúskap og förulíf hirðingja á hjara norður setja sterkan svip á ljóð skáldsins. Þegar hann var 5 ára, voru beitarréttindi sem sænskir Samar höfðu lengi notið í Noregi svo gróflega skert, að fjölskylda hans hrökklaðist ásamt fjölda annarra fjallasama úr átthögum sínum suður til Jokkmokksóknar. Að loknu barnaskólanámi gerðist Paulus hreinhirðir í mörg ár. Hann fékk snemma á sig frægðarorð sem þúsundþjalasmiður. Þegar fyrsti lýðháskóli Sama tók til starfa í Sorsele 1942, var hann ráðinn kennari í listiðnum fyrsta veturinn. Skólinn var fluttur til Jokkmokk 1950, og þar kenndi Paulus líka í nokkur ár. Þá kynntist hann Inger Huuva frá Samaþorpinu Gabna, og eftir það skildu þau ekki meðan bæði lifðu. Hún er kennari að mennt og atvinnu. Vegna mun betri bókmenntunar féll í hennar hlut að hreinrita og leggja síðustu hönd á ritverk bónda síns. Hafa bæði Paulus sjálfur og sérfróðir menn um líf hans og skáldskap sagt, að ógerlegt sé að sundurgreina hlut hans og hennar í ljóðunum. En því hefur Inger reyndar mótmælt. Paulus Utsi varð um sína daga vitni að margháttuðu ofríki iðnaðarsamfé- lagsins í garð Sama. Stór landsvæði sem þeir höfðu helgað sér með hirðingja- búskap í margar aldir liggja nú á botni uppistöðulóna einhvers raforkuversins, og enn í dag er sífellt verið að þröngva kosti þeirra. Vegna rangsnúinna hugmynda og mannasetninga alls konar lifðu margir Samar við sára fátækt, heilsuspillandi húsakost, lélega heilbrigðisþjónustu og ófullkomið fræðslukerfi, löngu eftir að aðrir þegnar samfélagsins voru sestir að nægtaborðinu, og enn í dag er þorri þeirra lágtekjufólk. Ekki er heldur fyrir það synjandi, að kynþátta- fordómar hafi á þeim bitnað, þó að slíkt megi auðvitað ekki vitnast. í mörgum af ljóðum skáldsins er auðgreind hryggð og reiði yfir þeirri rangsleitni, sem þjóð hans hefur verið beitt, og virðingarleysinu fyrir lífsvenjum hennar, tungu og menningu. En tónninn er sjaldan hvass, hvað þá byltingarkenndur. Paulus Utsi orti öll sín ljóð á norð-samísku sem hann nam að móðurkné. Þó 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.