Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 62
Tímarit Máls og menningar Hér situr tilfiinningin í fyrirrúmi, skírborin og látlaus. Henni er leyft að vera það sem hún er án þrúgandi hugsunar svo ekki sé minnst á krampakennda sannfæringu. Skáldið nálgast ekki tilfmninguna utanfrá, nær væri að segja að hún nálgaðist skáldið; þegar grannt er skoðað kemur þó í ljós að málið er flóknara: nálgunin er ekki á annan veginn heldur svo gagnkvæm að á milli skálds og tilfmningar verður ekki greint. Ekki svo að skilja að ljóðið sé eintóm tilfinning. Þannig væri það ekki ljóð, eða i það minnsta afar slæmt ljóð. Tilfinningin er ekki aðeins samofin hagleik og smekkvisi, þessu sem stundum er kallað „tækni“ i anda hinnar geldu vísindahyggju, heldur líka þeim Degi og Vegi sem er sjálfsskynjun skáldsins hér og nú. Af þessu þrennu verður ljóðmynd sem í fyrstu hrífur augað hið innra. En þekki lesandinn tilfmninguna af eigin raun leitar ljóðmyndin lengra, ljóðið sem heild hittir lesandann fyrir á þeim vettvangi innanhömnds þar sem fagnaðarfundir eiga sér stað án þess að þeir verði nokkurntíma veiddir í orð og skilgreindir. (Gott ljóð er ekki aðeins per- sónulegt, móttaka lesandans er það ekki síður. Þeir persónuþættir sem stuðla að estetískum fagnaðarfundum held ég séu óteljandi og fæstir þekktir.) En það er fleira nýtt í þessu yrkisefni sem er. Þegar þeir horfast í augu, tjaldurinn og skáldið, þá er náttúran farin að gegna öðru hlutverki í ljóðum Hannesar en hún hefur áður gert. III Þeir sem lifa með náttúrunni yrkja yfirleitt ekki um hana annað en lofgerðir og svartagall af trúartoga ýmiskonar. Hún er skynjuð sem lífræn heild þar sem mannskepnan á sér heimkynni ásamt öðrum til blessunar og böls. Aðgreining manns og náttúru kemur þar ekki fyrir. Svokölluð náttúrulýrik hefst ekki til vegs fyrren maðurinn hættir að lifa með náttúrunni að einhverju eða öllu leyti. A mörkum gamla og nýja tímans — sem víða var skeið mikillar þjóðernishyggju — tókst einstaka skáldum að bræða saman persónulega reynslu og djúpristan náttúru- söknuð þannig að úr varð mikill skáldskapur. Þarna er meðai annars folgin serstaða Jónasar Hallgrímssonar. í bestu ljóðum sínum tókst 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.