Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 62
Tímarit Máls og menningar
Hér situr tilfiinningin í fyrirrúmi, skírborin og látlaus. Henni er leyft að
vera það sem hún er án þrúgandi hugsunar svo ekki sé minnst á
krampakennda sannfæringu. Skáldið nálgast ekki tilfmninguna utanfrá,
nær væri að segja að hún nálgaðist skáldið; þegar grannt er skoðað kemur
þó í ljós að málið er flóknara: nálgunin er ekki á annan veginn heldur svo
gagnkvæm að á milli skálds og tilfmningar verður ekki greint. Ekki svo
að skilja að ljóðið sé eintóm tilfinning. Þannig væri það ekki ljóð, eða i
það minnsta afar slæmt ljóð. Tilfinningin er ekki aðeins samofin hagleik
og smekkvisi, þessu sem stundum er kallað „tækni“ i anda hinnar geldu
vísindahyggju, heldur líka þeim Degi og Vegi sem er sjálfsskynjun
skáldsins hér og nú. Af þessu þrennu verður ljóðmynd sem í fyrstu hrífur
augað hið innra. En þekki lesandinn tilfmninguna af eigin raun leitar
ljóðmyndin lengra, ljóðið sem heild hittir lesandann fyrir á þeim vettvangi
innanhömnds þar sem fagnaðarfundir eiga sér stað án þess að þeir verði
nokkurntíma veiddir í orð og skilgreindir. (Gott ljóð er ekki aðeins per-
sónulegt, móttaka lesandans er það ekki síður. Þeir persónuþættir sem stuðla
að estetískum fagnaðarfundum held ég séu óteljandi og fæstir þekktir.)
En það er fleira nýtt í þessu yrkisefni sem er. Þegar þeir horfast í augu,
tjaldurinn og skáldið, þá er náttúran farin að gegna öðru hlutverki í
ljóðum Hannesar en hún hefur áður gert.
III
Þeir sem lifa með náttúrunni yrkja yfirleitt ekki um hana annað en
lofgerðir og svartagall af trúartoga ýmiskonar. Hún er skynjuð sem lífræn
heild þar sem mannskepnan á sér heimkynni ásamt öðrum til blessunar
og böls. Aðgreining manns og náttúru kemur þar ekki fyrir.
Svokölluð náttúrulýrik hefst ekki til vegs fyrren maðurinn hættir að
lifa með náttúrunni að einhverju eða öllu leyti. A mörkum gamla og nýja
tímans — sem víða var skeið mikillar þjóðernishyggju — tókst einstaka
skáldum að bræða saman persónulega reynslu og djúpristan náttúru-
söknuð þannig að úr varð mikill skáldskapur. Þarna er meðai annars
folgin serstaða Jónasar Hallgrímssonar. í bestu ljóðum sínum tókst
48