Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 88
Ingibjörg Haraldsdóttir Hvernig verður ljóð til? Ljóðið byrjar að verða til á leyndum slóðum þar sem engar maskínur hafa nokkru sinni sést og yfir þær ná engar skýrslur. Ég veit ekki hvað þessar slóðir heita — kannski má einfalda málið og kalla ljóðið á þessu frumstigi innanmein, einsog gert var í gamla daga þegar þeir sjúkdómar herjuðu sem enn höfðu ekki hlotið nöfn. í upphafi var orðið. En orðið var ekki hjá guði og orðið var ekki guð. Orðið var orð, sem kom og fór og kom svo aftur þartil ekki varð lengur við neitt ráðið og það teymdi á eftir sér halarófu af orðum sem tengdust saman með annar- legum hætti, stundum í draumi, en oftar í vöku og langoftast á gönguferðum. Þetta varð ekki alvarlegt fyrren orðin komust á blað. Þá reyndust þau fátækari en ætlað hafði verið. Þá sögðu þau kannski ekki neitt. En þrjósk voru þau, og margar voru ferðir þeirra milli skrifborðs og ruslakörfu. Einn daginn fengu þau mál og í ljós kom að þau voru að reyna að segja frá einhverju sem átti að vera gleymt og engan grunaði að lifði. Nú er eitthvað sem æpir: STOPP! Á þessu stigi málsins kemur vitund vélritarans til skjalanna og spyr ljóðið um tilgang þess. Vill vélritarinn segja það sem ljóðið er að segja? Við megum ekki láta dulin öfl ná yfirhöndinni. Við erum ekki skynlaus verkfæri orðsins. Vitum líka ósköp vel að dulin öfl eru ekki til. Þau eiga sér visindaleg heiti. Hér fer allt í hnút. Milljónir ljóða fæðast andvana eða deyja í fæðingu. Hvergi er dánartíðnin hærri. Ljóð farast unnvörpum af slysförum. Algengustu dánarorsakirnar munu þó vera vantrú og tímaskortur. Vélritarinn rífur hár sitt og emjar: allt hefur verið sagt áður og miklu betur. Vélritarinn man allt í einu að hann á eftir að þvo upp, það er komið fram yfir miðnætti, á morgun þarf hann að mæta til vinnu. Yfir uppþvottinum tautar hann reiðilega: orð, orð, orð — hverjum koma þau við? Sefur svo vært og vaknar vélmenni. Snertir ekki á ritvél næsta mánuðinn nema fyrir borgun. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.