Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 92
Vilborg Dagbjartsdóttir Sautján júlídagar 1980 Tönkurnar þær arna setti ég saman að gamni mínu í sumar. Ég ákvað að fara ekki að sofa að kvöldi nema ég hefði lokið einni tönku þann daginn. Ég hef mikið dálæti á ljóðaþýðingum Helga Hálfdanarsonar. Oftast liggja fleiri en ein af bókum hans í hrúgunni á náttborðinu mínu. Sérstaklega er mér kær bókin Japönsk ljóð frá liðnum öldum. Þar styður hvað annað, útlit bókar- innar er slíkt að einstök nautn er að handleika hana og sama er hvar hún lýkst upp, ævinlega skal þar vera eitthvað til að gleðja hugann. Ég geri mér að leik að opna hana með lokuð augun og velja mér tönku neðst til vinstri eða efst til hægri, ellegar ég tiltek eitthvert númer í huganum, þar sem þær eru tölusettar. Þetta eru mínar kvöldbænir. Svo vaknaði hjá mér löngun til að yrkja sjálf tönkur og ég fór að æfa mig til að ná valdi á þessu ljóðformi. I formálanum útskýrir Helgi á einfaldan og ljósan hátt hvernig rétt tanka á að vera: „Form tönkunnar er bundið með þeim hætti, að 31 atkvæði skipast reglulega í 5 ljóðlínur, 5, 7, 5, 7 og 7 atkvæði í línu.“ Efnislega er tankan náttúru- og hversdagsljóð. Högum mínum var þannig háttað í sumarbyrjun að ég var mjög þreytt eftir óvenju erfiðan vetur. Austurbæjarskólinn varð 50 ára og í tilefni þess lögðum við, allt starfsfólk skólans, á okkur margs konar aukavinnu til að minnast afmælisins veglega, með sýningu og útgáfu rita um sögu og starf skólans í hálfa öld. Framlag okkar var jafnframt hugsað sem andóf gegn hugmyndum sem upp komu í borgarráði um það að breyta þessari merku stofnun í elliheimili. Þegar svo skólanum lauk um vorið beið mín annað verk heima, sem sé að ljúka þýðingu á 3. bókinni um Emil í Kattholti, það var skuldbinding sem ég tók á mig þegar ég byrjaði á verkinu fyrir þremur árum. Fjarri er því að mér hafi verið óljúft að þýða bókina, þvert á móti fannst mér það eftirsóknarvert, og ég lagði metnað í að leysa verkið sem best af hendi. En þýðing er ekki hrist fram úr erminni og krefst fyrst og fremst einbeitingar og tíma, stöðugt meiri og meiri tíma. Og nú var ég þreytt. Mig langaði til að slóra og njóta sumarsins — yrkja sjálf. í rykfallinni möppu lágu nokkur ljóð, drög að ljóðabók sem ég hafði aftur og aftur orðið að ýta til hliðar vegna meira og minna óþarfra skyldustarfa sem ég í 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.