Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 121
rýnenda og fræðimanna um tiltekin verk eða höfunda og mættu þeir sem annast bókaútgáfu hér gjarnan hafa þetta í huga. Það væri t. d. ekki litill fróðleikur að úr- vali úr þvi sem íslendingar hafa sagt á prenti um Laxness og skáldverk hans, og úr sögu islenskrar leiklistar mætti vel hugsa sér sams konar verk um ákveðin tímabil eða listamenn. Eg er ekki í aðstöðu til að meta hversu góða mynd dómar Ásgeirs Hjartarsonar í úrvali Ólafs Jónssonar gefa af íslenskri leiklist á árunum 1959—71. Þvi miður skrifar hann enga yfirlitsgrein um þetta timabil svipað og hann gerir um fyrsta áratug Þjóðleikhússins, en sú grein er birt í upphafi bókarinnar. Þess vegna er erfitt að gera sér grein fyrir þvi hvern hug hann bar til leikhússins á umræddu skeiði; maður hefur ekki við annað en eigin get- speki að styðjast. Huglægar athugasemdir án rökstuðnings eru sjálfsagt óheppilegar í ritdómum af hvaða tagi sem er, en ég ætla samt að leyfa mér að geta þeirrar tilfinn- ingar sem ég fékk stundum við lestur þessarar bókar, að áhugi og snerpa Ásgeirs hafi minnkað nokkuð frá fyrra tímabili hans sem Tjaldið fellur er til vitnis um. Hvort þar var fremur um að kenna leiðinlegu leikhúslifi sem þoldi ekki ströngustu kröfur og breyttist lítt til batnaðar, eða þreytu leikdómarans sjálfs veit ég ekki; trúlega getur enginn skorið úr því eftir á. Sjálfsagt hefur Ásgeir fundið fyrir þeirri einangrun sem íslenskur leik- dómari starfar i, en í stuttri grein um leikdóma, sem birt er síðust í þessari bók, ræðir hann raunar um erfiða aðstöðu gagnrýnandans og hefur henni ekki verið betur lýst af íslendingi, svo að mér sé Umsagnir um bcekur kunnugt. Hann var manna háttvísastur í dómum sínum, miklu fúsari til að lofa en lasta og hafi honum þótt íslensk leiklist stöðnuð er fullt eins líklegt að hann hafi kosið að þegja um þá skoðun opinberlega en gripa til svipunnar. „Og ekki verður annað sagt með sanngirni en sýningin hafi tekizt vonum framar, þó að atriðin væru dálítið misjöfn og ekkert kraftaverk gerðist — en þau eru raunar nokkuð sjaldgæf í íslenzkum leikhúsum," segir hann i leikdómi frá 1967 — og kannski lýsir þessi þurrlega athugasemd skoðun gagnrýnandans betur en nokkur skamma- grein gæti gert. Mikið lof hefur verið borið á Ásgeir Hjartarson fyrir kosti hans sem gagnrýn- anda, skarpskyggni hans og stílsnilli, og verður ekki við það aukið hér. Öllu meiru skiptir að menn reyni að átta sig á þeim aðferðum sem hann beitir i gagnrýni sinni og þeim skoðunum á leiklist og Ieikbók- menntum sem skrif hans bera vitni um. Um þau efni var hann sjálfur jafn fámáll og um almennt ástand leikhúsmála — sé undan skilin fyrrnefnd grein um leikdóma — og kann ástæðan að vera sú að hann leit ekki á sig sem sérfræðing um leikhúsmál, heldur sem „dæmigerðan áhugamann", óbreyttan unnanda leiklistarinnar. Leik- listargagnrýnendur eru oft dregnir í dilka eftir því hvort þeir gera leikritinu, texta höfundarins eða leiksviðinu hærra undir höfði í skrifum sínum og hvað Ásgeiri viðvikur þurfa menn vart að fara í graf- götur um afstöðu hans: hún er i grund- vallaratriðum bókmenntalegs eðlis. Alla leikdóma sína byrjar hann á rækilegri umfjöllun um höfundinn, bókmennta- lega stöðu hans og leikritið sjálft; að svo 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.