Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 127
Danski læknirinn Peter Anton Schleisner skrifaði doktorsritgerð um heilsufar Islendinga eftir komu sína hingað árið 1847. Hann segir að hvergi meðal siðmenntaðra þjóða í Evrópu muni konur vinna eins mikið og á Is- landi (64). „Fyrir 50 árum sagði húsmæðrakenn- ari við nemendur sína: „Það á að vera mesta hamingja í lífi ykkar að þvo eigin- manninum um fæturna.““ (86) Rakin er saga Guðrúnar Þorleifsdótt- ur sem var kaupakona í Árnessýslu árið 1916. Hún neitaði að þjóna kaupa- manni, var rekin úr vistinni, kærði vist- rofin og fékk sér dæmdar skaðabætur fyrir rétti (230-32). „Hreppstjóri einn á Suðurlandi var sárhryggur og grét þegar sonur hans — hreppstjórasonurinn — fór að mjólka kýrnar fyrir konu sína sem gekk með 12. barnið.“ (248) Tíndir eru saman góðir vitnisburðir um það sem ég man líka eftir að hafa heyrt talað um sem strákur, að karla- starfið að slá hafi verið léttara en kvennastarfið að raka (392). Lögreglan í Reykjavík var óánægð með að trésmíðaneminn Ragnheiður Berthelsen gengi í buxum á götum úti. Og þetta hefur 99 ára gamall maður sagt Önnu í síma árið 1975 (446, 449). Það er nokkur galli á þessu mikla heimildasafni hvað efnisröð er víða óskipuleg, mikið um að kaflar skarist að efni og sömu atriði komi fyrir á fleiri en einum stað. Þannig kemur undirkafli um dúntekju og dúnhreinsun allt í einu inn í kafla um kjör vinnufólks á 19. öld (406— 13). Löngu fyrr er þó kafli sem heitir Matarkista við sjóinn (178—92), og er þar meðal annars sagt frá eggjatínslu, fuglaveiðum og kofnafari. Um skyldur vinnukvenna að draga klæði af körlum Umsagnir um bækur og þjóna þeim, eins og það var kallað að þvo föt þeirra, þurrka og bæta, er fjallað á að minnsta kosti þrem stöðum (64— 67, 229-32, 393-94). Nú er sannarlega mikill vandi og að vissu leyti óleysanlegur að skipuleggja svona efni þannig að lesendur rati ævin- lega á réttan stað og allt njóti sín þar sem þess þarf með. En hér eru gallarnir á efnisröð þeim mun bagalegri fyrir það að engin atriðisorðaskrá er í bókinni. Höfundur segist ekki hafa lagt í svo tímafrekt verk (14), og lái ég henni það ekki. En það er skaði að Kvennasögu- safnið skuli ekki vera svo efnum búið að geta ráðið mann til að vinna svona verk. Vonandi á því eftir að vaxa svo fiskur um hrygg að það geri það og gefi skrána út sérprentaða — eða með annarri útgáfu bókarinnar. Mestur fengur er að því sem bókin segir frá síðasta skeiði gamla búskapar- lagsins til sjávar og sveita. Um elstu og yngstu sögu okkar tekst höfundi miður að leggja verulega nýtt til málanna og ná fram yfirlitsmynd. Um elstu söguna tín- ir höfundur oft til stök dæmi úr sögum og lögum sem aðrir hafa notað áður, stundum án þess að vísa til helstu fræði- rita um efnið. I kaflanum „Búr það er konur hafa matreiðu i“, um matargerð- arstaði að fornu (90—93), er ekki vísað í önnur fræðirit en Íslendinga sögu Jóns Jóhannessonar, grein Margrétar Her- mannsdóttur um uppgröftinn í Herjólfs- dal og leiðarvísi eftir Kristján Eldjárn um Stöng í Þjórsárdal. Hér eru látnar ónotaðar fjölmargar skýrslur og fræði- greinar sem eru til um fornleifaupp- grefti, auk bókar Arnheiðar Sigurð- ardóttur, Híbýlahættir á miðöldum, sem þó er í heimildaskrá bókarinnar. Um yngstu söguna tekur höfundur fram í formála að hún hafi sleppt megn- 525
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.