Morgunblaðið - 27.12.2014, Side 1

Morgunblaðið - 27.12.2014, Side 1
SUNNUDAGUR ÞAKKLÁT STJÓRN-MÁLAMÖNNUM STJÖRNUSPÁIN 2015 Í FAÐMI FJÖLSKYLDUÁ GAMLÁRSKVÖLD SILJA HAUKSDÓTTIR 2 HVAÐ ER FRAMUNDAN? 14 UNGLINGASPJALL 18 ÓMÓTSTÆÐILEGTÁRAMÓTABOÐ 28. DESEMBER 2014 ÚTFLUTNINGUR ÁÍSLENSKRITÓNLIST GEKKVONUM FRAMAR Á ÁRINUOGVORUTÓNLEIKARERLENDIS UM 1.300 OGBREIDDIN MIKIL 4 HaldinnÍslandssýki ÍSLAND KEMURVIÐ SÖGUÍ NÝJUSTU BÓK BRESKAMETSÖLUHÖFUNDARINSDAVID MITCHELL 48 ÞAÐ BESTA 0142 ALLSKO UMMÆLI Útrás í tónum „Ég verð sífellt þreyttariá þeirri fullvissu mannsinsað hann sé æðri öllumöðrum í lífríkinu.“Gyrðir Elíassonrithöfundur NAR „Sumir lentu bara hræðilegailla í því. Það var í rauninnilíka spurning um heppni hverskonar hesti hver lenti á.“Aníta Margrét Aradóttirknapi „Svo finnst mér líka raunalegthvernig gömlu kollegarnir hópast saman á kommentakerfunumog tala um hvað allt hafi veriðflott og gott í gamla daga áfjölmiðlunm.“Þorsteinn J.Vilhjálmssonfjölmiðlamaður „Þegar hringurinn lokaðistþarna; þar sem ég lenti á Íslandi, orðin heil heilsu og tilbúin aðtakast á við ný verkefni, var það mjög tilfinningaþrungin stundfyrir mig.“ Sofie Gråbøl leikkona 10 b L A U G A R D A G U R 2 7. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  302. tölublað  102. árgangur  TEKUR MYNDIR Á GAMLA FILMU- VÉL Á FLAKKINU LÖG SEM GEFA INNSÝN Í ÞJÓÐARSÁLINA DÆGURPERLUR 38YRSA ROCA FANNBERG 10 FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Bryndís Kristjánsdóttir leið- sögumaður er á batavegi eftir að hafa fallið ofan í sprungu við Þrí- hnúkagíg þar sem hún var með hóp ferðamanna. Fallið var sex metrar og fékk hún margháttaða áverka, m.a. alvarlega höfuðáverka. Skjót viðbrögð samstarfsmanna hennar björguðu lífi hannar og hefur batinn verið með ólíkindum. „Ég held að það hafi líka haft mikið að segja að ég var í góðu jafnvægi andlega sem og líkamlega. Ég fékk mikið höfuð- högg eins og gefur að skilja og ég þjáist af stöðugum höfuðverk.“ Bati Bryndísar er ótrúlegur en hún var algjörlega rúmliggjandi fyrsta mán- uðinn eftir slysið. Hún þurfti að læra alla hluti upp á nýtt, til að mynda að ganga á ný og eins var öll samhæfing ekki upp á sitt besta í upphafi. „Það hefur örugglega verið bráðfyndið að sjá mig skrölta um, með lepp fyrir auganu vaggandi til og frá eins og ég hefði drukkið tvær flöskur af tequila í brotsjó. En þetta er allt á réttri leið og mér miðar eitt og eitt skref áfram,“ segir Bryndís. Spurð um minnið þá segir Bryndís að skamm- tímaminnið sé enn gloppótt og hún hafi í raun talið sig vera minnislausa í styttri tíma en raunin er því hún hafi hreinlega ekki gert sér grein fyrir því hversu langur tími var lið- inn frá slysinu þar til hún náði al- mennilega áttum. »6 „Eitt og eitt skref áfram“ Bati Bryndís Kristjánsdóttir.  Bryndís Kristjánsdóttir er á batavegi eftir fall ofan í sprungu við Þríhnúkagíg  Skjót viðbrögð skiptu sköpum Morgunblaðið/Ómar Snjórinn gerir jólin alltaf örlítið hátíðlegri og eiga margir sér ósk um hvít jól á hverju ári. Það hefur svo sannarlega gengið eftir í ár enda hvít jörð um allt land. Í þokkabót hefur verið kyrrt og fallegt veður þessi jól og margir nýtt sér færðina til að fara á skíði eða renna sér á sleða, eins og í Jöklaseli í Breiðholti á öðrum degi jóla í gær. Var einnig nauðsynlegt að njóta útivistar eftir veisluhöld um hátíðirnar. Í kort- um Veðurstofu Íslands er öllu óskemmtilegra veður framundan. Það hlýnar og kólnar til skiptis fram að áramótum með slyddu og rigningu. Hálkan gæti því orðið mikil og áramótin mögulega rauð. Morgunblaðið/Ómar Sleðaferð í jólasnjónum Landsmenn nutu víða útivistar á öðrum degi jóla eftir hátíðarhöldin Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Líklegt er að breytingar verði gerðar á ráð- herraskipan Framsóknarflokksins um ára- mót. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins eru áform um að fimmti ráðherra Framsóknar komi inn í ríkisstjórnina og taki við um- hverfis- og auð- lindaráðuneytinu. Nafn Sigrúnar Magnúsdóttur hef- ur helst verið nefnt í því sambandi. Til skoðunar var að þessi breyting yrði nú í desember- byrjun, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn fól Ólöfu Nordal að taka við innanríkisráðu- neytinu. Þá var niðurstaðan hins vegar sú að bíða að minnsta kosti til áramóta. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður hefur gegnt embættum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra frá því ríkisstjórn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við í maí á síðasta ári. „Breytingar hafa verið í umræðunni og til þeirra gæti komið nú. Endanleg ákvörðun er í höndum forsætis- ráðherra,“ sagði Sigurður Ingi í gær. Ríkisráðsfundur með forseta Íslands, þar sem formlegar breytingar á ríkisstjórn eru gerðar, er samkvæmt venju á Bessastöðum að morgni gamlársdags. Ekki náðist í for- sætisráðherra vegna þessa í gær. Breyt- ingar líklegar  Framsókn bætir við ráðherra í ríkisstjórn Ríkisstjórnin » Nýr ráðherra taki við umhverf- is- og auðlinda- ráðuneyti. » Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. » Ríkisráðs- fundur verður á Bessastöðum á gamlársdag.  Örlítil fækkun er á tónleikum ís- lenskra tónlistar- manna og hljóm- sveita í útlöndum í ár, samanborið við árið í fyrra. Sigtryggur Bald- ursson, fram- kvæmdastjóri Útflutnings- skrifstofu ís- lenskrar tónlistar, ÚTÓN, telur engu að síður að árið í ár sé á vissan hátt merkilegra. „Á síðasta ári voru öll stóru núm- erin á tónleikaferðalagi, það er að segja Björk, Of Monsters and Men, Sigur Rós og Ásgeir Trausti. Af þessum er bara Ásgeir Trausti að túra í ár. Samt erum við í 1.300 tón- leikum í ár,“ segir Sigtryggur m.a. í Sunnudagsmogganum en í fyrra voru tónleikarnir um 1.400 og má því ætla að breiddin sé að aukast. Breiddin í tónlist meiri í ár en í fyrra Sólstafir fóru um Evrópu.  Fríverslunarsamningur Íslands og Kína gerir það að verkum að verð á flugeldum mun haldast óbreytt frá í fyrra, þrátt fyrir hækkandi flutningskostnað og hækkandi verð í Kína vegna verð- bólgu þar í landi. Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, sunnudag, og stendur til kl. 16 á gamlársdag. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölu- stjóri Landsbjargar, segir svipað magn vera flutt inn í ár og á undan- förnum árum. Ýmsar nýjungar eru í boði þetta árið. »16 Fríverslun heldur aftur af hækkun á flugeldunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugeldar Frá síðustu sölutörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.