Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 28

Morgunblaðið - 27.12.2014, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 ✝ Anna Lilja Sig-urðardóttir fæddist að Stærra- Árskógi á Árskógs- strönd 14. janúar 1952. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði hinn 16. desember síðastliðinn. For- eldrar Helga Sól- veig Jensdóttir, f. 7. febrúar 1926 og Sigurður Jóhann Stefánsson, f. 27. nóvember 1926, d. 26. ágúst 2013. Systkini Lilju eru: 1) Jens Sigþór, f. 14. febrúar 1953. 2) Margrét, f. 23. júlí 1954, maki Hannes Ragnar Reynisson, f. 1953. 3) Stefán Júlíus, f. 11. ágúst 1958, maki Guðrún Jóna Karls- dóttir, f. 1959. 4) Signý, f. 16. maí 1960, maki Sigþór Harðarson, f. 1956. 5) Jónas Ingi, f. 15. nóv- ember 1963, maki Berglind Sig- urpálsdóttir, f. 1968. 6) Brynja, f. 10. febrúar 1966, maki Jón Mar- teinn Jónsson, f. 1963. Eiginmaður Lilju er Erlingur mars 2011. 4) Sólveig, f. 17. febr- úar 1984, maki Halldór Karl Vals- son, f. 3. mars 1982. Börn þeirra eru Una Margrét, f. 2. júlí 2010, og Erlingur Valur, f. 12. júlí 2012. Lilja ólst upp að Stærra- Árskógi og lauk hefðbundinni skólagöngu frá Árskógsskóla. Hún hóf ung að aðstoða foreldra sína við störfin í sveitinni auk þess sem hún starfaði utan heim- ilis á unglingsárum, m.a. á öldr- unarheimilinu Skjaldarvík. Lilja fór vestur á Ísafjörð til að stunda nám við Húsmæðraskólann Ósk. Á Ísafirði kynntist hún eigin- manni sínum og hófu þau þar bú- skap árið 1974, fyrst á Hlíðarvegi 35, en byggðu sér síðan einbýlis- hús að Fagraholti 3 og fluttu þangað árið 1979. Árið 1997 fluttu þau að Aðalstræti 24 og hafa búið þar síðan. Eftir nám í Húsmæðraskólanum starfaði Lilja á Hótel Mánakaffi en lengst af starfaði hún hjá Íshúsfélagi Ís- firðinga jafnhliða húsmóðurstarf- inu. Lilja og Elli ráku og störfuðu við verslunina Skóhornið á ár- unum 1994 til 2007 en síðast starf- aði Lilja við umönnun aldraðra hjá Ísafjarðarbæ. Lilja verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 27. desember 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. Tryggvason, f. 23. febrúar 1953. For- eldrar Tryggvi Jóa- kim Jóakimsson, f. 10. febrúar 1919, d. 29. maí 1974 og Birna Sigurð- ardóttir, f. 5. mars 1923, í sambúð með Halldóri Pálssyni, f. 5. nóvember 1922. Systkini Erlings eru: 1) Tryggvi, f. 1950, maki Björg Þ. Thorlacius. 2) Reynir, f. 1951, d. 1971. 3) Svan- björn, f. 1957, maki Kristín Mar- teinsdóttir, f. 1957, d. 2008, og 4) Jóhanna Margrét, f. 1960. Lilja og Elli gengu í hjónaband 29. september 1974. Þau eign- uðust 4 börn. Þau eru: 1) Reynir Erlingsson, f. 20. apríl 1973. 2) Óskírður drengur, f. 7. febrúar 1975, d. 8. febrúar 1975. 3) Sig- urður Jóhann, f. 8. maí 1977, maki Ragnhildur Einarsdóttir f . 12. febrúar 1979. Börn þeirra eru Birna, f. 15. október 2000, Bríet, f. 29. janúar 2005, og Einar, f. 16. Margs er að minnast og margs er að sakna, komið er að kveðju- stund. Í dag verður eiginkona mín og móðir okkar borin til graf- ar, í hjarta okkar bærist mikil sorg en jafnframt mikið þakklæti fyrir allt sem hún hefur gefið okk- ur. Lilja var einstök manneskja, hugsaði ávallt vel um okkur og heimilið og sá til þess að okkur skorti ekkert, var umhugað um að allt væri í lagi og allt á sínum stað, var það iðulega hennar síð- asta dagsverk að hringja í okkur krakkana og athuga hvort það væri eitthvað sem okkur vanhag- aði um og liði vel. Nú ef okkur svo vantaði eitthvað þá var það komið á eldhúsborðið ekki seinna en á hádegi daginn eftir. Skipulagið var til að mynda svo mikið að búið var að skrifa jólakortin og pakka inn öllum jólapökkum fyrir þetta ár, það eina sem var eftir var að koma þeim á sína staði. Lilja var mikil fjölskyldukona og mundi eftir öllum afmælum í stórfjöl- skyldunni og víðar, og allir skyldu fá pakka og það fyrirfram. Lilja hafði ýmis áhugamál og m.a. skipaði tónlist stóran sess í lífi hennar og sótti hún ýmsa þá viðburði sem hún hafði tök á sækja. Til marks um það að þrátt fyrir veikindi síðustu misseri þá lét hún tónleika ekki fram hjá sér fara og voru seinustu tónleikar hennar með Karlakórnum Erni degi áður en veikindin urðu alvar- legri. Hún var einnig virk í kvennastarfi hjá Slysavarna- félaginu um árabil og var dugleg að taka í spil með góðum fé- lagskap og átti marga góða vini þar hin síðustu ár. Við þökkum fyrir árin öll og minnumst þeirra með þakklæti í huga og við verðum dugleg að minnast þín í verkum okkar og starfi, kveðjum þig með einu af uppáhaldslagi þínu. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefn- stað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum.) Hvíl í friði. Erlingur Tryggvason, Reynir Erlingsson, Sigurður Erlings- son og Sólveig Erlingsdóttir. Elsku Lilja mín. Ég kveð þig með ljóði sem ég söng fyrir þig í 50 ára afmælinu þínu, og pabbi þinn spilaði undir á harmonikk- una. Stúlkan mín Nú ljómar vorsins ljós um loftin heið og blá og allt er þrungið ilm og ævintýraþrá. Nú göngum við til skógar hinn græna, mjúka veg við stefnum út í ævintýrið, stúlkan mín og ég! Og gullið sólskin hlær um hvolfin víð og blá. Í augum okkar skín hin eina og sama þrá og lífið er svo fagurt og ljómi þess svo skær og hönd þín er svo heit og hlátur þinn svo tær! Svo dönsum við og syngjum og teygum vorsins vín og kannski stel ég kossi frá þér, litla ljúfan mín! því full af sól og söng er sál mín ung og heit, og stúlkan mín er indælust af öllu, sem ég veit! (Jón frá Ljárskógum.) Þín, mamma. Mig langar að kveðja elskulega tengdamömmu mína. Ég kom inn í fjölskylduna í mars árið 1997 og var vel tekið um leið. Dæmi um það þá hringdi þessi elska strax um vorið og bað mig um að keyra með sér vestur þar sem Elli hafði fengið í bakið og gat ekki keyrt. Ég flaug norð- ur og við ókum saman sem leið lá vestur. Lilja vildi helst ekki fara Strandirnar svo við fórum Lax- árdalsheiði og Þorskafjarðar- heiðina og höfðum gaman af ferð- inni. Um haustið förum við Siggi svo suður í skóla og byrjum að búa saman. Allt gekk sinn vana- gang þar til í byrjun febrúar er pakki frá Lilju og Ella kom allt í einu með póstinum. Stax á þess- um fyrsta afmælisdegi, sem ég átti eftir að við hjónin byrjuðum saman fékk ég frá þeim gjöf og þannig var það allar götur síðan. Þannig er Lilju rétt lýst, hún hafði sérstaklega gaman af að gefa og passaði upp á allar gjafir sem ávallt komu tímanlega. Svo var það sumarið 2004 að Una okkar varð 90 ára og bauð okkur öllum til Danmerkur þar sem hún og Lilja voru miklar vin- konur. Úr varð að við Lilja, Elli, Siggi og Birna okkar, sem þá var eina barnabarnið, fórum. Þetta voru tvær yndislegar vikur í júní. Við fórum meðal annars í dýra- garð, á sundstaði og í Lególand þar sem Lilja og Birna skemmtu sér í lestinni og fleiri tækjum. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst og átt tíma með þessari yndislegu konu og fjölskyldu hennar. Hér með set ég texta að uppáhaldslaginu hennar. Það mun alltaf minna mig á Lilju og á svo vel við á þessari stundu. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Hvíldu í friði. Ragnhildur Einarsdóttir. Lilja systir var elst af okkur systkinunum. Eftir skólagöngu í Árskógarskóla hóf Lilja störf á dvalarheimilinu í Skjaldarvík, starfaði hún þar í nokkur ár, og eignaðist þar marga góða vini. Þaðan lá leiðin til Ísafjarðar í „grautó“ nánar tiltekið Hús- mæðraskólann Ósk. Á Ísafirði kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum og hefur búið þar síðan. Nú er skarð komið í systk- inahópinn, engin Lilja systir á Ísafirði. Margs er að minnast og leitar hugur okkar á æskuslóðir í Stærra-Árskógi, þar sem við brölluðum ýmislegt saman og ylj- um við okkur nú við minningarn- ar. Þegar eitthvað stóð til í fjöl- skyldunni var Lilja systir alltaf mætt norður, hvort sem var ætt- armót, afmæli eða önnur tilefni, og ekki klikkaði hún á gjöfunum sem iðulega voru komnar á undan henni, því gjafmild var hún. Þú varst einstaklega gestrisin og vildir allt fyrir okkur gera, hafðir gaman af að sýna og segja okkur frá áhugaverðum stöðum á Vest- fjörðum. Þú spilaðir á gítar á þín- um yngri árum og hafðir þú unun af dansi og söng, varst dugleg að fara á tónleika og var það eitt af því síðasta sem þú gerðir. Nú er komið að kveðjustund, elsku Lilja, og söknuður okkar er mik- ill. Við kveðjum þig með þessu lagi sem þú hélst mikið upp á. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Elsku mamma, Erlingur, Reynir, Sigurður, Sólveig og fjöl- skyldur. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Kveðja. Þín systkini, Jens, Margrét, Stefán, Signý, Jónas og Brynja. Í dag kveðjum við Lilju frænku í hinsta sinn. Lilja flutti til Ísafjarðar þegar hún kom í Húsmæðraskólann Ósk og nokkru áður hafði ég farið í hús- mæðraskólann og ílengdumst við báðar fyrir vestan. Við vorum tvær sveitastelpur að norðan, úr Hörgárdal og af Árskógsströnd, sem leituðum á vit ævintýranna fyrir vestan. Vegna erfiðra sam- gangna á yngri árum var sam- gangur ekki mikill á milli heimila mæðra okkar, systranna Helgu og Sigrúnar Jensdætra frá Stærra-Árskógi. Stuttu eftir að Lilja lauk húsmæðraskólanum kynntist hún Ella sínum, ég hafði þá kynnst Sigga mínum og við eignast okk- ar heimili. Mikill samgangur var á milli okkar, fjölskyldurnar hitt- ust í afmælum, á jólum og við Anna Lilja Sigurðardóttir ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermannÚtfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 „Lækkar lífdaga sól.“ Nú er Anna frænka mín búin að kveðja þennan heim eftir erfið veikindi. Alltaf bregður manni við svona fréttir þótt vitað sé í hvað stefnir. Við Anna höfum þekkst frá því við vorum litlar og hún var að koma í sveitina til okkar og við lékum okkur saman, þá var margt skemmtilegt brallað. Bak- aðar þessar fínu drullukökur, far- ið út að renna sér, farið í berjamó, það var alltaf nóg að gera hjá Anna Rögnvaldsdóttir ✝ Anna Rögn-valdsdóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1953. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 11. desember 2014. Útför Önnu fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. desember 2014. okkur. Í gegnum árin höfum við átt margar skemmti- legar frænkustu- ndir og var yfirleitt mikið hlegið. Stund- um var Ragna syst- ir Önnu með okkur og var oft glatt á hjalla. Anna hafði gaman af söng og starfaði hún einn vetur hjá okkur í Skagfirsku söngsveitinni. Var hún frábær félagi og gott að njóta söngkrafta hennar þennan vetur með okkur. En ég trúi því að henni líði vel núna þar sem hún er og þarf ekki að glíma við veik- indin lengur. Vil ég kveðja frænku mína með þessu ljóði eftir Bubba Morthens. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.