Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.08.2015, Blaðsíða 40
Fólk| helgin „Við ætlum að bjóða öllum gestum matarmarkaðar Hörpu, sem haldinn verður helgina 29. og 30. ágúst, upp á grænmetissúpu. Súpan verður búin til úr grænmeti sem annars færi í ruslið af einhverjum ástæðum og þarf að duga fyrir um sextán þúsund manns,“ segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur hjá Culina veitingum, en viðburðurinn er á vegum Slow food-samtakanna. elda úr „rusli“ Dóra og samstarfsfólk hennar hefur safn- að að sér grænmeti úr ýmsum áttum, frá verslunum og heildsölum. „Nú er uppskerutími og sumt grænmeti þykir ekki nógu fallegt, af sumu er til of mikið og enn annað er búið að liggja í búðum í einhvern tíma og orðið lint. Við erum alls ekki að elda úr skemmdum mat heldur því sem hlýtur ekki náð í biluðu útlitsdýrkunar neyslusamfélagi samtím- ans,“ segir hún glettin. Magnið sem þarf til að fæða sextán þúsund manns er ekki lítið. „Við gerum ráð fyrir að þurfa um 1.600 lítra af súpu og líklega þarf um 700 eða 800 kíló af grænmeti í hana,“ segir Dóra, sem ætlar þó ekki að saxa grænmetið ein. „Ég verð með svokallaða diskósúpu um helgina. Þá koma til mín í eldhúsið vinir, vanda- menn og aðrir sjálfboðaliðar, spila góða tónlist, elda mat og hafa gaman saman,“ útskýrir Dóra. Afraksturinn verður síðan frystur og geymdur fram að næstu helgi. Allir gestir matarmarkaðarins geta fengið að smakka súpuna sem Dóra lofar að verði dásamleg. „Enda er hráefnið gott þó búið sé að afneita því einhverra hluta vegna.“ Mikilvægt uMhverfisMál En hver er tilgangurinn með þessum gjörningi? „Tilgangurinn er að gera lýðum ljóst hvað við erum að henda brjálæðislega miklu magni af nýtanleg- um mat. Við notum eingöngu mat sem á að henda og þar af leiðandi skilgreindur „ónýtur“ en með viljann að vopni, gleði og hamingju ætlum við að búa til mat handa 16 þúsund manns. Ef það sýnir ekki hvað þetta er sturlað magn sem við erum að henda og hvað við nauðsynlega þurfum að stíga inn í þetta alls staðar í kerfinu, neytendur, við í veitingageiran- um, söluaðilar og framleiðsluaðilar. Öll keðjan þarf að taka höndum saman og hugsa sinn gang,“ segir Dóra og ljóst að matarsóun er henni mikið hjartans mál. Dóra hefur tekið þátt í Zero waste- verkefni Landverndar, Vakanda og Kven- félagasambandsins. „Ég var til dæmis allan fyrravetur að halda námskeið fyrir einstaklinga um hvernig þeir geti nýtt betur það sem til er í ísskápnum. Það er ekki bara brjálæðislega gott fyrir budd- una heldur umhverfið líka.“ Dóra telur matarsóun eitt af stóru um- hverfismálum samtímans. „Fyrir mér er bónus að spara pening með því að nýta betur. Aðalmálið er hins vegar að ganga betur um matinn sem er framleiddur. Þegar þú hendir banana, ertu ekki aðeins að henda banananum og orkunni sem hann gefur heldur líka öllu bensíninu og olíunni sem fór í að flytja hann heimsálfa á milli, orkunni sem fór í að kæla hann, keyra hann og svo framvegis.“ Dóra býður alla velkomna á matar- markaðinn í Hörpu um næstu helgi og hlakkar til að leyfa öllum að smakka hina ljúffengu súpu. n solveig@365.is eldar súpu fyrir 16 þúsund Manns Matarsóun Dóra Svavarsdóttir kokkur hóar saman vinum, vandamönnum og fleiri sjálfboðaliðum um helgina til að saxa grænmeti í súpu sem þarf að duga fyrir sextán þúsund manns. Súpan er úr hráefni sem annars hefði endað í ruslinu. Mikið Magn líklega þarf um 700 til 800 kíló af grænmeti til að búa til súpu fyrir 16 þúsund manns. dóra svavars- dóttir kokkur súpa Ilmandi súpa með kryddjurtum. Viltu vera með í góðum kór og skemmtilegum félagsskap? Samkór Kópavogs getur bætt við sig góðu söngfólki, sérstaklega karlmönnum í tenor og bassa og ungum kvennröddum. Öflugt starf framundan en kórinn heldur upp á 50 ára afmæli sitt á næsta ári m.a. með söngferð á Íslendingaslóðir í Kanada Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson Nánari upplýsingar gefur Birna í síma 692-4133 og Konráð í síma 862-1661 Netfang: samkor@samkor.is Veffang: www.samkor.is WWW.BALLET.IS KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer 800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna og 8:15 á laugardögum FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN? KOM ÞAÐ OF SEINT? 2 1 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :5 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 D 9 -4 E 1 C 1 5 D 9 -4 C E 0 1 5 D 9 -4 B A 4 1 5 D 9 -4 A 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.