Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 110
I Ég var eitthvað að gæla við að fara út í kvikmyndir. Skorti svo auðvitað ffamtak... en gekk með þennan draum og [var] reyndar ekki einn um það á þessum árum. Dagur spyrðir þrjá af okkur, mig, Þorgeir Þorgeirson og Mikael Mikaelsson saman í ágætu kvæði... og segir þar frá hugsjónamanninum í íslenskri kvikmyndagerð, sem endar með gat á skeifúgörninni í staðinn fyrir djörfu/hug- ljúfu/stórbrotnu tímamótakvikmyndina, sem hann hafði gengið með í maganum. Nú væri mér ekki nema heiður að því að skilgreinast í hóp með Geirlaugi Magnússyni og Mikael Mikaelssyni, sem virðast hafa fórnað magahreysti sinni fyrir þá hugsjón að gera ímyndaðar tímamótakvikmyndir. En sannindanna vegna hlýt ég að frábiðja mér heiðurinn. Ekki síst þar sem kvikmyndasaga okkar er að mestu óskráð, fyrir utan svona Molbúaspeki, vitaskuld. Og mín þátttaka í kvikmyndagerð var aldrei nein hugsjónaræpa. Sannleikurinn er sá, að áratuginn 1962-72 hafði ég kvikmyndagerð að aðalatvinnu, trúlega fyrstur manna hér á íslandi, enda hafði ég lært til þeirra verka, fyrst hjá franska sjónvarpinu og síðar í kvikmyndaakademíunni í Prag. Ekki man ég til þess, að kvikmyndagerð mín færi fram á neinu ímynduðu hugsjónaplani heldur var hún öll í veruleikanum. Fólst í því að rísa á fætur morgun hvern og vinna fram á kvöld við það að rífa upp fjármagn til kvikmyndagerðar og útvega frambærileg nútímatæki til þeirra verka, sem fjármagn aflaðist til. Þvílík störf útheimtu fyrst og fremst raunsæi, enda hefur mér aldrei verið mikið um slepjulegar hugsjónir gefið, hvorki í þessum efnum né öðrum. Þær leiða bara til munnræpu. Jafnvel mannréttindamál hafa ekki verið mér hugsjón, heldur fram- kvæmd. Og á þessum árum var einmitt gaman að vera niðri á jörðinni. Hver smámynd, sem þá tókst að setja saman með sæmilega frambærilegri atvinnu- mannstækni var, eðli sínu samkvæmt, tímamótaverk. Sá sem nennti á fætur á morgnana þurfti ekki að láta sig dreyma um neitt. Prófessjónal vinnubrögð voru nýlunda. Þetta var nú engin stóriðja hjá mér. Þennan áratug hef ég þó líklega velt fjármagni sem gæti svarað til þrennra eða fernra ævilauna venjulegs gagn- fræðaskólakennara, enda var ég einyrki í þessu lengst af. Enginn Kvikmynda- sjóður var til og nær óþekkt að einkakapítal styddi slíka starfsemi (að Flugfélagi íslands og Loftleiðum undanteknum). Bæjarfélög studdu mann einstöku sinnum (en þó aldrei til fullkomlega sjálfstæðara verka) eins og ég 100 TMM 1996:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.