Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 80
heilagt að minnast á Hómer, sálmana, Þeókrítos, Lucien, Rabelais, Byron,
Lamartine og Dante (og enn meðal annarra)!
Þriðja helsið sem lagt er á Papadíamandis, auk meintra þjóðlegheita og
andstöðu við Vesturlönd, er hvernig menn einblína á smásögur hans.
Papadíamandisfræðingarnir hafa með dyggum stuðningi annarra þjóðlegra
gagnrýnenda komið sér upp einhvers konar aðgreiningu eins og: Evrópubú-
ar skrifa skáldsögur en við Grikkir skrifum smásögur eins og dæmin sanna:
skáldjöfurinn í greininni, Papadíamandis. Fáránleg aðgreining sem er alger-
lega úr lausu lofti gripin: hvað með stórkostlega smásagnahöfunda eins og
Tsjekhov, Maupassant, Poe, Borges? Og hvað með skáldsagnahöfundinn
Papadíamandis? Gagnrýnendur virðast hafa leyst þetta vandamál með því
að búta verk Papadíamandis sundur í tvo misgóða hluta. Fyrri hlutinn
samanstendur, að þeirra dómi, af þremur misheppnuðum skáldsögum.
Seinni hlutinn—og hér eiga menn að sjá tímamót, nánast eins og Papadíam-
andis taki nýja trú — samanstendur af smásögum þar sem hann fer á
kostum. Þetta er gersamlega út í hött. Gagnrýnendur kalla fyrsta prósaverk
Papadíamandis „skáldsögu", en sjálfur kallaði hann það „smásögu“. Og þeir
þrjóskast við að kalla Morðkvetidið (1903) og Rauðar strendur (1908) smá-
sögur —því það hentar flokkunarfræðum þeirra þrátt fyrir að Papadíam-
andis kallaði verkin „skáldsögur“. Hvort sem við erum sammála þessu eða
ekki er deginum ljósara að hinn ffægi „vendipunktur“ Papadíamandis þegar
hann snýr sér að smásögunni, að smásögunni í þeirri merkingu að hún sé
að formi til andstœða skáldsögunnar, fellur um sjálfan sig við það eitt að fletta
í gegnum verk hans.
í stað þess að vera með slíkar hártoganir væri nær að viðurkenna að
fagurfræðilegt uppeldi okkar hvað varðar list prósans, eins og tungumálið
skilar honum til okkar, er langt á eftir fagurfræðilegum áhyggjum, tilraunum
og árangri Papadíamandis. í stað þess að geysast af stað með allar okkar
klisjur og halda því fram að hann hafi valið ákveðið form —smásöguna í
samræmi við gríska bókmenntahefð — rétt eins og list prósans hafi verið
hluti af hefðinni frá upphafi!—, væri réttara að við læsum verk hans ofan í
kjölinn og drægjum af þeim lærdóm. í stað þess að einangra þau, hreinsa
þau af öllum áhrifum erlendra verka á þvert á móti að setja þau í samhengi
við hina miklu skáldsagnahöfunda þessarar aldar. Því Papadíamandis sneri
ekki bakinu við tilteknu formi (lesist: broti) heldur ákveðinni fagurfræði
prósans, fagurfræði sem var ríkjandi á 19. öldinni. Gerið svo vel að lesa verk
hans ekki í bútum heldur í einum rykk frá upphafi til enda. Þá sjáið þið að
sömu þemun koma fyrir aftur og aftur í mismunandi tilbrigðum frá einni
smásögu til annarrar, sömu persónur stinga reglulega upp kollinum þótt
þeim sé lýst á ólíka vegu, kunnuglegir staðir sem í hvert sinn fyllast nýju og
70
TMM 1996:1