Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 80
heilagt að minnast á Hómer, sálmana, Þeókrítos, Lucien, Rabelais, Byron, Lamartine og Dante (og enn meðal annarra)! Þriðja helsið sem lagt er á Papadíamandis, auk meintra þjóðlegheita og andstöðu við Vesturlönd, er hvernig menn einblína á smásögur hans. Papadíamandisfræðingarnir hafa með dyggum stuðningi annarra þjóðlegra gagnrýnenda komið sér upp einhvers konar aðgreiningu eins og: Evrópubú- ar skrifa skáldsögur en við Grikkir skrifum smásögur eins og dæmin sanna: skáldjöfurinn í greininni, Papadíamandis. Fáránleg aðgreining sem er alger- lega úr lausu lofti gripin: hvað með stórkostlega smásagnahöfunda eins og Tsjekhov, Maupassant, Poe, Borges? Og hvað með skáldsagnahöfundinn Papadíamandis? Gagnrýnendur virðast hafa leyst þetta vandamál með því að búta verk Papadíamandis sundur í tvo misgóða hluta. Fyrri hlutinn samanstendur, að þeirra dómi, af þremur misheppnuðum skáldsögum. Seinni hlutinn—og hér eiga menn að sjá tímamót, nánast eins og Papadíam- andis taki nýja trú — samanstendur af smásögum þar sem hann fer á kostum. Þetta er gersamlega út í hött. Gagnrýnendur kalla fyrsta prósaverk Papadíamandis „skáldsögu", en sjálfur kallaði hann það „smásögu“. Og þeir þrjóskast við að kalla Morðkvetidið (1903) og Rauðar strendur (1908) smá- sögur —því það hentar flokkunarfræðum þeirra þrátt fyrir að Papadíam- andis kallaði verkin „skáldsögur“. Hvort sem við erum sammála þessu eða ekki er deginum ljósara að hinn ffægi „vendipunktur“ Papadíamandis þegar hann snýr sér að smásögunni, að smásögunni í þeirri merkingu að hún sé að formi til andstœða skáldsögunnar, fellur um sjálfan sig við það eitt að fletta í gegnum verk hans. í stað þess að vera með slíkar hártoganir væri nær að viðurkenna að fagurfræðilegt uppeldi okkar hvað varðar list prósans, eins og tungumálið skilar honum til okkar, er langt á eftir fagurfræðilegum áhyggjum, tilraunum og árangri Papadíamandis. í stað þess að geysast af stað með allar okkar klisjur og halda því fram að hann hafi valið ákveðið form —smásöguna í samræmi við gríska bókmenntahefð — rétt eins og list prósans hafi verið hluti af hefðinni frá upphafi!—, væri réttara að við læsum verk hans ofan í kjölinn og drægjum af þeim lærdóm. í stað þess að einangra þau, hreinsa þau af öllum áhrifum erlendra verka á þvert á móti að setja þau í samhengi við hina miklu skáldsagnahöfunda þessarar aldar. Því Papadíamandis sneri ekki bakinu við tilteknu formi (lesist: broti) heldur ákveðinni fagurfræði prósans, fagurfræði sem var ríkjandi á 19. öldinni. Gerið svo vel að lesa verk hans ekki í bútum heldur í einum rykk frá upphafi til enda. Þá sjáið þið að sömu þemun koma fyrir aftur og aftur í mismunandi tilbrigðum frá einni smásögu til annarrar, sömu persónur stinga reglulega upp kollinum þótt þeim sé lýst á ólíka vegu, kunnuglegir staðir sem í hvert sinn fyllast nýju og 70 TMM 1996:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.