Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 46
grenjaði hún ekki eins mikið. Og þá þóttist ég fara að tala við sjálfa mig. Sagði svona að kannski ég fari í einhverja búð og kaupi mér eitthvað. Kannski rúsínur, sagði ég. Afþví henni þykja rúsínur svo góðar. Já, best ég geri það. Svo labbaði ég af stað. Þá gargaði hún bara á mig og vildi fá líka. Nei, þú vilt ekki koma heim með mér, sagði ég. Og þá byrjaði hún að grenja útaf því að fá engar rúsínur. Þannig gat ég eiginlega platað hana. En á leiðinni fór hún að spyrja hvort pabbi yrði heima og ég sagði henni að þetta væri leikur. Og við mættum ekkert hugsa um pabba á leiðinni, annars væri leikurinn ónýtur. Hún lofaði að segja engum frá. En kjaftaði svo auðvitað um leið og við vorum komnar heim. Ég var svo vitlaus, ég hélt hún hefði gleymt þessu á leiðinni. Og samt vorum við að þvælast um allt. Neinei, þá mundi hún það. Og sagði þeim að ég hefði ætlað að fara með hana til pabba, að hitta pabba og eitthvað svoleiðis og fór svo að spyrja hvar hann væri afþví ég hefði sagt að hann væri heima. Eða hún var eitthvað að rugla, ég heyrði það ekki, ég var inni í herbergi og talaði ekkert við þau þegar ég kom. En allavega þarf ekki neitt að halda að ég viðurkenni ekki að hann sé dáinn. Bara þegar Krummi og afí komu fattaði ég að hún hafði kjaftað frá. Og svo fóru þau að halda eitthvað útaf því að ég sagði þetta við hana. Svo hélt Krummi að pabbi hefði gefið mér kassettutækið. Venjulega leyfi ég honum nú ekki að koma inn í herbergið mitt. Og ég hefði bara átt að læsa strax. En þá hefðu þau kannski farið að halda eitthvað. Það hefði ekki verið neitt betra. Hann kom æðandi inn til að segja eitthvað, að ég ætti að koma að borða eða eitthvað. Og þá sá hann kassettutækið á borðinu hjá mér og gleymdi hvað hann ætlaði að segja. Hann varð svo hissa. Samt er hans miklu stærra. En ég lét eins og ekkert væri, þóttist vera að hugsa um eitthvað annað og sagði að eiginlega væri nú venja að banka. Hann glápti bara á kassettutækið. Hver á þetta? sagði hann. Nú ég auðvitað. Gaf hann þér tæki? sagði hann þá. Og fyrst skildi ég ekki hvað hann meinti, hvernig hann gat vitað það, nema Bíbí hefði kjaftað frá. Svo ég sagði bara já þegar Krummi spurði mig. Þá varð hann ennþá meira hissa og spurði hvenær. Hvenær gaf hann þér það? Nú í dag auðvitað, sagði ég. í dag, sagði hann og æpti alveg. Ertu eitthvað skrýtin? Svo lokaði hann hurðinni og varð ferlega einkennilegur. Vertu ekki að þykjast vitlausari en þú ert, sagði hann, þótt þú sért að ljúga einhverju að Bíbí skaltu ekki fara að trúa því sjálf. Þá vissi ég að hún hafði kjaftað. Ég laug engu 36 TMM 1996:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.