Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 18
selst í tugþúsundatali. Heaney er ekki aðeins talinn besta ljóðskáld enskrar tungu í dag, heldur er hann einnig langvinsælastur þeirra ljóðskálda sem skrifa á ensku, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.2 Heaney byrjaði að yrkja frekar seint, eða 23 ára — en líklega byrja flest ljóðskáld mun fyrr að reyna fyrir sér. Fyrsta verk hans sem vitað er um heitir „Tractors", ljóð sem honum finnst annaðhvort of einfalt eða vandræðalegt, enda hefur hann aldrei birt það affur. Hins vegar má finna kvæðið „Mid- Term Break“ (Miðannarhlé), sem hann samdi á þessum tíma og fjallar um bróður hans sem dó í bílslysi aðeins fjögurra ára gamall, í bók hans Death of a Naturalist. En Heaney tókst að koma þrem kvæðum í hið virta breska tímarit The New Statesman, þeirra á meðal er hið velþekkta „Digging". Sex vikum síðar barst honum bréf frá Faber & Faber Ltd., en þeir sýndu mikinn áhuga á verkum hans og gáfu út Death of a Naturalist. Þessi ljóðabók og sú næsta, Door into the Dark (1969), hafa að geyma mikið efni frá æskuárum ljóðskáldsins. I báðum bókunum lýsir hann dag- legu lífi á bóndabænum Mossbawn þar sem hann ólst upp. Notkun hans á tungumálinu er sérstaklega heillandi og myndræn án þess að vera flókin eða torskilin. Að vísu notar hann allmörg óvenjuleg orð, en stíllinn er hreinn og hugsunin skýr. Heaney er mjög jarðbundinn eins og kemur skýrt fram í þessum kvæðum sem sýna hversu sterk tengsl hans eru við landið og náttúruna. En Death ofa Naturalist, eins og titillinn gefur í skyn, hefur meira að geyma en falleg „náttúrukvæði“, því að í henni kveður hann jafnframt sakleysið og bernskuna. í mörgum ljóða sinna syrgir hann ýmislegt sem hann hefur misst eða týnt og mun aldrei öðlast aftur. Samt er hann mjög meðvit- aður, ef ekki of meðvitaður, um að geta endurheimt glataða þætti tilverunnar í gegnum skáldskapinn. í þessari bók, eins og í næstu bók sinni, Door into the Dark, er Heaney einnig haldinn einhverskonar sektarkennd. Mörg ljóðin fjalla um glæp og refsingu og einnig um hræðslu hans við náttúruna sem er oft ógnandi og virðist ætla að hefna sín á honum. Sektarkenndin snýr sérstaklega að því að vera rithöfundur — það er líkt og honum finnist ekki alveg rétt að taka upp pennann í staðinn fyrir skófluna sem forfeður hans notuðu. Þótt Heaney sé ekki tilgerðarlegur, er hann allt of settlegur í þessum kvæðum, eins og hann sé að reyna of mikið að hljóma eins og skáld fremur en að leyfa sér að tala eigin röddu. Eins og írski gagnrýnandinn Neil Corcoran sagði: „Mörg kvæði í fyrri bókum Heaneys líta út fyrir að hafa verið samin handa nemendum í bókmenntarýni.“3 En það sem kemur einnig fram í fyrstu bókum hans er sterkur áhugi hans á aðferðum ljóðagerðarinnar. I ljóðinu „Digging“, til dæmis, ætlar hann að 8 TMM 1996:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.