Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 55
inn þar sem líkami, ekki nærri því eins raunverulegur og áður, nánast óþekkjanlegur, hrapar ofan í tóm þar sem ekkert er utan smáhús svífandi í lausu lofti, svona af og til. Málverkin sem ég sé fyrir mér liggjandi á gólfínu í þessari allt of litlu vinnustofu, þau hef ég þekkt í tvö ár; en í dag koma ný málverk sem hanga uppi á vegg mér á óvart: eftir gráa tímabilið (tímabil hins endalausa falls), er nú runnið upp hvítt tímabil. Við förum aftur og aftur frá gömlu málverk- unum hans til þeirra nýju: þessi kúvending hans í litanotkun hefur ekki haft nein áhrif á grunnþáttinn í list hans: ímyndunaraflið jafn óbeislað, sorgin jafn skammt undan, allt er það á sínum stað; og enn og aftur hauslausir, svífandi líkamar. „Er það dauðinn sem er alls staðar á sveimi?“ spurði ég. „Já,“ svaraði hann. Öll þessi hvítu málverk eru uppfull af líkum. Þrátt fyrir það (og það er kraftaverk sem mikil ljóðlist er ein fær um að fremja) er ekkert hryllilegt við þessi málverk, þau eru einfaldlega falleg. Nóttin var allsráðandi á fyrri skeiðum og ég hélt að það stafaði af landinu sem slíku, kreólskum ævintýrum, frá tímum þrælanna sem nutu aðeins stundarfrelsis yfir blánóttina. Dró nóttin sig þá út úr málverkunum? Síður en svo. Þessi hvíta veröld á ekkert skylt við daginn. Hún er einungis rang- hverfan á nóttinni. Þetta er hin eilífa, uppljómaða nótt heimsins fýrir handan. Við sitjum fyrir framan málverk frá þessu síðasta tímabili og hann útskýr- ir: á fyrsta stigi vinnunnar er verkið ólgandi og skrautlegt, en það er ekki fyrr en á öðru stiginu sem hvíti liturinn hylur málninguna smátt og smátt og loks sveipast sviðið nokkurs konar strimlatjaldi, regntjaldi. Ég segi: „Englar læð- ast inn á vinnustofuna þína í skjóli nætur og spræna hvítu hlandi yfir málverkin þín.“ Þarna er málverk sem ég skoða aftur og aftur: til vinsti eru opnar dyr, í miðjunni er láréttur líkami sem svífur hálfþartinn út úr húsi. Neðst liggur hattur. En hugsanlega er hér um sjónarhorn fugls að ræða og þá eru þetta ekki dyr á húsi heldur opin gröf og líkaminn svífur ekki, heldur liggur. En kannski stöndum við samt sem áður andspænis myndefninu og þetta eru hvorki húsdyr né gröf, heldur inngangur í grafhvelfingu eins og þær sem tíðkast í kirkjugörðum á Martinique, smáhýsi lögð hvítum flísum. Mér verður hugsað til hattsins neðst. Hafa töfrar súrrealismans markað gullin spor í land Martinique, þetta helga land Bretons og Césaire? Skáld- skapur óvæntra hluta? Hatturinn. Fullkomlega óviðeigandi þarna á grafar- bakkanum og þó svo sannur, svo raunverulegur, svo áberandi. Daginn áður höfðum við heimsótt Hubert, annan vin sem búsettur er á Martinique. Hann sýndi okkar hatt, stóran drapplitan hatt sem löngu látinn faðir hans hafði átt: „Þetta er það eina sem mig langaði að eiga til minningar um hann.“ TMM 1996:1 45 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.