Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 112
Á hinn bóginn vildi ég mega þakka þér fyrir greinarnar tvær (sem ég nefndi)
um kvikmyndir og um sjónvarp í 4. hefti TMM 1995. Það er ótvíræður
fengur í báðum.
Kannski vegna þess að þær hljóma, hvor með sínum hætti, eins og
snemmborin eftirmæli um dauðvona kvikmyndasögu.
Og gætu því jafnvel ögrað einhverjum.
I framhaldi af þessum eftirmælagreinum um kvikmyndina kemur mér
raunar ýmislegt í hug, sem nú væri tímabært að segja, úr því ég líka er farinn
að gera mig svona einlægan við þig:
Upp úr 1965 voru allir hér á því að sjónvarpið kæmi í stað kvikmynda.
Nema ég einn.
Það hvarflaði aldrei að mér að vinna fyrir íslenska sjónvarpið, enda stóð
mér það ekki til boða, jafnvel þó ég ynni stöku viðvik fyrir erlendar stöðvar.
Mitt erindi var við hreinræktaða kvikmynd, sem ég alltaf hef litið á sem
grundvöll síðari fyrirbæra eins og sjónvarps. Og þetta:
Mér var kennt að starf Griersons og hans líka væri undirstöðuþátt-
ur í nútíma kvikmyndagerð. Þáttur sem enginn heilvita kvik-
myndahöfundur mætti láta sér fátt um finnast. Enda hafa dugandi
kvikmyndaleikstjórar Evrópu til skamms tíma litið á það sem
skyldugan þroskaáfanga að gera dokúmentarmyndir...
sem Þorvarður Árnason vitnar í skrif mín (4. hefti TMM 1995) er ekki bara
teoría. Þetta var einmitt stefnuskrá mín þann áratug, sem ég lagði stund á
kvikmyndagerð, að gera prófessional myndir um vinnandi fólk að störfum
sínum.
Frá því stefnumiði vék ég aldrei.
Ég sá það að vísu nokkuð snemma að hér voru hvergi til þau líberölu öfl,
sem Grierson hafði á sínum tíma virkjað til kvikmyndagerðar í Bretlandi
og víðar um heiminn. Samt reyndi ég bæði við opinbera aðila og einkakap-
ítalið.
Uppskeran varð rýr.
Mér tókst að gera fáeinar stuttmyndir, kostaðar af bæjarfélögum, en þeim var
efnislega svo þröngur stakkur skorinn, að þær geta vart kallast dokúmentar-
myndir í þess orði fullri merkingu. Þær héldu manni þó í faglegri þjálfun.
Áratugs þrautaganga með þessar hugmyndir mínar til forvígismanna
atvinnuveganna og forystu verkalýðsins bar nákvæmlega engan árangur,
nema ef telja skyldi þá tvo brandara að ASÍ og Félag iðnrekenda fengu mig
til að kvikmynda hátíðasamkomur hjá sér. Forystumennina á málþingi og
102
TMM 1996:1