Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 111
kem að síðar. En maður varð að vera reiðubúinn til hvers lags þjónustustarfa. Fyrir erlenda og innlenda aðila. Ég gerði sumar af fyrstu auglýsingamyndunum hérlendis, kennslumyndir, og ég vann fréttaefni fyrir allar sjónvarpsstöðvar í Evrópu nema þá íslensku, og var framleiðandi tveggja sjónvarpsþátta fyrir finnska sjónvarpið. Þannig mætti lengi telja. Heilt sumar vann ég meir að segja við það að taka myndir í landkynning- ardellu, sem NATO var þá að gera um ísland. Það myndefni varð að vísu fúll raunsætt og nýttist aldrei til síns brúks, sem betur fór. En launin fyrir þá vinnu nægðu til að borga kostnaðinn við upptökurnar á „Manni og verk- smiðju“. Þegar ég hringdi í þig, með nokkrum þjósti að vanda, og vildi koma þessum athugasemdum að í 4. hefti TMM 1995, sagðir þú, að það væri orðið um seinan. Og þú bættir því við, að mér væri nær að þakka fýrir það, að í þessu fjórða hefti væri grein um kvikmyndir þar sem vitnað væri mjög vinsamlega í skrif mín. Og mikið rétt. Eftir 30 ára viðleitni mína til að skrifa af viti um kvikmyndamál gefur sig þarna fram einstaklingur (Þorvarður Árnason), sem virðist nokkurn veginn læs á þá texta. Verst að ég veit bara ekki hverjum ég ætti helst að þakka fyrir þetta. Ef það er þá þakkar vert. Á ég að þakka Guði Almáttugum eða ritstjóra TMM? Eða foreldrum piltsins? Ég vildi því mega biðja þig, Friðrik, að skila þakklæti mínu til hvers/eða hverra, sem þú telur að ég skuldi þetta þakklæti. Annargreinarhöfundur(Sigurjón BaldurHafsteinsson) í4. heftiTMM 1995 vitnar í Hörð Bergmann um það „að umræða Islendinga um sjónvarp hafi snúist fyrst og fremst um siðferðileg og þjóðernisleg sjónarmið en ekki eðli og einkenni þessarar nýju tækni." Þar sem SBH leiðréttir ekki þessa missögn Harðar verð ég að ætla, að pilturinn hafi ekki rekist á grein, sem heitir „íslensk menning í spennitreyju" og hefur verið prentuð tvívegis (1964 og 1994) í samtals 6000 eintökum og seld í amk. 5500 eintökum. En þar er einmitt bent á nauðsyn þess að menn hætti að ræða siðferði og þjóðerni í þessu samhengi og snúi sér heldur að því að skoða umhverfi sitt með nýrri tækni. Hver/eða hverjir skyldu nú eiga Sigurjóni Baldri þökk að gjalda fyrir það að halda því framlagi mínu utan við umræðuna? Var ég annars búinn að geta þess, að margt er nú skrítið í kýrhausnum? TMM 1996:1 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.