Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 122
hvassar og fjölbreytilegar. Með þýðing- unni hefur Ingibjörg unnið aðdáunar- vert starf og fært íslenskum lesendum stórvirki eftir öndvegisskáld. Því miður kann ég engin skil á frummálinu og get af þeim sökum ekki dæmt um ná- kvæmni þýðingarinnar. En bálkurinn er hrífandi lesning og tungutak Ingibjargar sniðfast og hljómríkt. Mig langar að endingu að tilfæra hér orð sem Pasternak, vinur Marínu, hefur um nokkur ljóða hennar, þar á meðal Ljóðið um endalokin, í sjálfsævisögu sinni (í þýðingu Geirs Kristjánssonar): „Þessi ljóð voru öll stórbrotin og lifandi og dásamlega ferskur skáldskapur“. Haukur Hannesson „Þó fjarri væri það óskum mínum að lenda á sjens... “ Kristín Ómarsdóttir: Dyrnar þröngu. Mál og menning 1995. 199 bls. í borginni Dyrunum þröngu reynir fólk að komast undan hinni hefðbundnu fullnægingu og einmanaleikanum í víð- um skilningi orðanna. Borgin, sem er á Silkieyju (Sikiley?), er lítið heimsótt af ferðamönnum enda þótt þar sé að finna gósenland kynlífs og sefjunar. Þangað ratar þó íslensk kona, Þórunn Björns- dóttir, þegar hún ákveður að halda áfram ferðalagi sínu um eyna þrátt fyrir að maður hennar komist ekki lengra vegna matareitrunar. Fyrsta daginn kynnist Þórunn „dálæti hinnar þrítugu ævintýrakonu" eða næturverði á hótel- inu Englum æskunnar. Næturvörður- inn heitir Ágúst og er eins og margir í borginni sólginn í erlendar konur. Þau Þórunn fara saman um borgina, elskast og verða fýrir áreiti borgarbúa. Fröken Sonja Lísa Hrís sækir einnig í framand- leikann enda tekur hún virkan þátt í tilraun borgarbúa á útlendum konum. Dyrnar þröngu, borgin sem sérhæfir sig í að uppfýlla þarfir einstaklingsins, upp- fylla þrár og langanir manna, hefur hingað til ekki átt neinar lausnir handa fröken Hrís og Ágústi. Verk Kristínar Ómarsdóttur eru auð- þekkt á stílnum og með þessari nýjustu bók er efnisvalið einnig einkennandi, eða ástin í sínum hreinustu en jafhffamt hráustu myndum. Skáldsagan Dyrnar þröngu er, eins og fýrri verk, skrifúð á einföldu, barnslegu máli en fjallar um efhi sem er alls ekki barnalegt. Hér á ég við ástina, meðaumkunina, sársaukann og einsemdina sem fylgja því þegar per- sónurnar reyna að nálgast hver aðra. Sagan markar engin tímamót í skáld- skap Kristínar en ffásögnin er epískari og, þrátt fyrir furður Dyranna þröngu, raunsærri en gerist t.a.m. í íferðalagi hjá þér (1989) og Einu sinni sögurn (1991). Einfalt form á flóknu efni Sagan eða viðburðirnir eiga sér dygga stoð í raunveruleikanum eins og segir í inngangsorðum að verkinu. Þetta er ferðasaga eða minningasaga þar sem hugsanir og atburðir blandast saman, raunveruleiki og ímyndun. Frásögnin af göngu sögumanns um Dyrnar þröngu líkist litskyggnusýningu af hugarástandi Þórunnar. Epíkin er brotin upp með draumljóðum sem vinna ekki endilega með heildinni en birta meira frelsi í lýs- ingum tilfinninga og kenndaýmiss kon- ar. Ljóðin afmarka þó stundum þessar tilfinningar og fanga þá kjarna verksins: Nálægðin sem maður kærir sig ekki um er oft bragðdauf og hversdagsleg en áður en henni er hent skyldi maður ígrunda hana og skoða, hver veit hvað hún hefur að geyma eða fela en aðeins skoðunin sjálf felur í sér huggunina. Aðeins þrautseig skoðunin sjálf felur í 112 TMM 1996:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.