Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 75
— Skyldi mamma hans hafa fengið aðsvif?
— Hversvegna eru allir á þessum hlaupum?
— Atli barn hafa dottið niðrúr kvennastúkunni? það er einsog ég heyri
raddir, kvenstafi.
— Úr kvennastúkunni?
— Guðmóðirin, hún Þeódóra, sem var rétt í þessu að fara inní kirkjuna,
hún gat ekki hamið sig; hún vildi endilega fá að sjá; ólétt með barn á
handleggnum.
— Atli barnið hafi ekki runnið úr fanginu á henni, þegar hún var að halla
sér frammúr kvennastúkunni?
— Hvað ertu að segja, gæskan? Hvernig varð þér við?
— Ég veit ekki lengur hvað skal segja. Margir aðrir fara og klifra uppá
kirkjubekkina, aftanfrá úr kórnum, til að sjá betur... En guðmóðirin hlýtur
að hafa farið uppí kvennastúkuna.
— Enn er það að hlaupa! ... Móðir þess látna hefur líklega fengið aðsvif
... Þannig hlýtur að liggja í því!
— Hlustiði nú á mig! . .. kom hún ekki þessi syrtla, þessi Nanía sem sá
dauði var ástfanginn af? Það er sagt hann hafi drepið sig hennar vegna.
— Og flegði hún sér ekki hamslaus yfir líkið og retti á sér hárið!...
— Hver veit!... Ég vildi ég vissi hvort ég mundi fara til kirkjunnar!...
— Hvaðan ætti maður að vita það!...
— Sko, þarna er hann Líberís gamli.... Halló, Líberís gamli, Líberís!
í mannmergðinni fyrir utan kirkjuna kom litla stúlkan auga á skyldmenni
móður sinnar sem stóð álengdar og hóf að hrópa til hans hvatvíslega:
— Líberís gamli! Líberís gamli! hæ Líberís gamli!
En þarsem sá ákallaði var staddur voru af eðlilegum orsökum fleiri
hávaðar og raust barnsins náði ekki að láta heyra til sín.
— Líberís gamli! Líberís! hæ Líberís! heyrirðu ekki! . . . Líberís frændi!
Líberís! hæ Líberís gamli!
Hún kallaði, svo hann kæmi og segði þeim hvað gerst hefði inní kirkjunni
og hvernig stæði á öllum fyrirganginum sem þeim fannst þær verða varar
við. En sennilega hafði ekkert komið fýrir og ábyggilega vissi Líberís gamli
ekkert að segja þeim, jafhvel þó hann ætti eftir að heyra rödd litlu frænku
sinnar.
— En afhverju heyrir hann ekki, gæska? er hann heyrnarlaus?
— Sko, núna faðma þeir hann, sagði gamla konan; veriði bara rólegar;
núna koma þeir út; þeir eru byrjaðir að faðma hann.
— Hvernig veistu það?
— Þeir koma út einn og einn úr kirkjunni; þeir faðma hann og koma út.
... Núna fara þeir út með hann.
TMM 1996:1
65