Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 75
— Skyldi mamma hans hafa fengið aðsvif? — Hversvegna eru allir á þessum hlaupum? — Atli barn hafa dottið niðrúr kvennastúkunni? það er einsog ég heyri raddir, kvenstafi. — Úr kvennastúkunni? — Guðmóðirin, hún Þeódóra, sem var rétt í þessu að fara inní kirkjuna, hún gat ekki hamið sig; hún vildi endilega fá að sjá; ólétt með barn á handleggnum. — Atli barnið hafi ekki runnið úr fanginu á henni, þegar hún var að halla sér frammúr kvennastúkunni? — Hvað ertu að segja, gæskan? Hvernig varð þér við? — Ég veit ekki lengur hvað skal segja. Margir aðrir fara og klifra uppá kirkjubekkina, aftanfrá úr kórnum, til að sjá betur... En guðmóðirin hlýtur að hafa farið uppí kvennastúkuna. — Enn er það að hlaupa! ... Móðir þess látna hefur líklega fengið aðsvif ... Þannig hlýtur að liggja í því! — Hlustiði nú á mig! . .. kom hún ekki þessi syrtla, þessi Nanía sem sá dauði var ástfanginn af? Það er sagt hann hafi drepið sig hennar vegna. — Og flegði hún sér ekki hamslaus yfir líkið og retti á sér hárið!... — Hver veit!... Ég vildi ég vissi hvort ég mundi fara til kirkjunnar!... — Hvaðan ætti maður að vita það!... — Sko, þarna er hann Líberís gamli.... Halló, Líberís gamli, Líberís! í mannmergðinni fyrir utan kirkjuna kom litla stúlkan auga á skyldmenni móður sinnar sem stóð álengdar og hóf að hrópa til hans hvatvíslega: — Líberís gamli! Líberís gamli! hæ Líberís gamli! En þarsem sá ákallaði var staddur voru af eðlilegum orsökum fleiri hávaðar og raust barnsins náði ekki að láta heyra til sín. — Líberís gamli! Líberís! hæ Líberís! heyrirðu ekki! . . . Líberís frændi! Líberís! hæ Líberís gamli! Hún kallaði, svo hann kæmi og segði þeim hvað gerst hefði inní kirkjunni og hvernig stæði á öllum fyrirganginum sem þeim fannst þær verða varar við. En sennilega hafði ekkert komið fýrir og ábyggilega vissi Líberís gamli ekkert að segja þeim, jafhvel þó hann ætti eftir að heyra rödd litlu frænku sinnar. — En afhverju heyrir hann ekki, gæska? er hann heyrnarlaus? — Sko, núna faðma þeir hann, sagði gamla konan; veriði bara rólegar; núna koma þeir út; þeir eru byrjaðir að faðma hann. — Hvernig veistu það? — Þeir koma út einn og einn úr kirkjunni; þeir faðma hann og koma út. ... Núna fara þeir út með hann. TMM 1996:1 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.