Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 127
lent illilega í dópi og rugli suður í Reykjavík. Öðrum þræði er þetta einnig ferð Hörpu sjálffar aftur til uppruna síns. Hún snýr aftur á þær slóðir þar sem hún dvaldi á sumrum sem barn, langt í burtu frá öllu illu, en einnig grunar hana að hún sé ekki rétt feðruð og hún vonast til að fá botn í þau mál á áfangastað. Ferðalög hafa frá ómunatíð þjónað sem burðarásar í skáldverkum. Söguhetj- urnar leggja af stað út í heim og lenda í ýmsu misjöfnu og svo er einnig hér. Margskyns uppákomur verða til að krydda ökuferð sem undir eðlilegum kringumstæðum má leggja að baki á einum degi ef greitt er ekið. Þessi ferð er hins vegar ffemur rýr efhiviður í sjálfu sér og ef ekki væri fýrir þá innri ferð sem Harpa leggur í, ferð aftur í fortíðina, ferð um huga hennar, þá hefði þessi saga festst í tuggunni: „Og svo komum við hingað, og svo fórum við þangað.“ En innri ferð Hörpu er svo viðburðarík að hin ytri ferð rennur í raun inn í hana þegar líða tekur á söguna. Harpa færir ytri viðburði inn á sitt eigið sjónsvið og umbreytir þeim. Ferðin verður að ferð um landslag sem Harpa skapar úr þrá sinni, orðum sínum og innri myndum, þó svo að fyrirmynd þess standi effir sem áður óhögguð fýrir utan gluggann. Náttúran og þráin Þannig mynda landslagslýsingarnar sjálfstæðan, innri heim. Tungumálið verður að sjálfstæðum náttúruheimi sem fýrst og ffemst er bókmenntalegur. Því náttúran sjálf er tilgangslaus og snauð að fegurð sem slík — ef guðlegur tilgangur hennar er látinn liggja á milli hluta — og verður þá fýrst að fögru umhverfi þegar hún er færð í orð og túlkuð. Það endurspeglar hægfara þró- un aðalpersónunnar, Hörpu Eirar, í átt til rísandi sjálfstæðis og frelsis að eftir því sem líður á bókina breytist mynd náttúrunnar. Náttúran tekur á sig mynd upphafins og huglægs fýrirbæris. Hún er í þeim skilningi gerð ónáttúruleg um leið og fegurð hennar, form og lögun verða að orðaheimi sem órjúfanlega er bundinn þrá Hörpu Eirar eftir fýllingu og einingu. Þessi þrá gengur í gegnum allar hugleiðingar hennar. Hún flöktir á milli dóttur, móður, vinkonu og elsk- huga en brennipunktur hennar er að síðustu bernskulandið fýrir austan. Þetta bernskuland er hinn heili heimur sem einhverntíma á að hafa verið til meðan hún var ung. Hún leitar hans í flestu sem ber fýrir augu og eff ir því sem hún nálgast hann meira verður hann sífellt áþreifanlegri og nálægari í lýsing- um hennar. En þessi heili heimur er um leið endurspeglun gamallar óskar mannkyns um einfaldari tíma í forneskju, um bernsku sögunnar, Gullöldina þegar lambið lék við ljónið og dauðlegt fólk var dús við hetjur og guði. Á milli bernskuheimsins og þess- arar fornu bókmenntamyndar eru eng- in skil. Og því er innganga Hörpu í þennan heim jafnframt innganga henn- ar í heim skáldskaparins. Ferðasaga hennar verður að lokum að ferð í orðum í bókstaflegum skilningi. Ferð í átt að þeim mörkum þar sem heimurinn og orðin sem við notum yfir hann falla saman. Enn og aftur er það skriftin sem tranar sér fram og minnir á sig sjálfa, að hún er fýrst og fremst skrift, en ekki handfastur veruleiki. Þannig verður hin innri ferð fyrir- ferðarmeiri eftir því sem hinni ytri mið- ar lengra og þá er líka eins og allt fari í gang. Við taka glæsilegar lýsingar á ör- væntingarfullri leit þess ráðvillta og ást- lausa að nýjum sáttmála við sjálfan sig og aðra menn. Sagan tekur að tefla sam- an harðneskju raunveruleikans eins og Harpa hefur kynnst honum, og þránni TMM 1996:1 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.